Hafnarmálaráð 15.08.16

7. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2016

Mánudaginn 15.08.16 var haldinn fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 10:00.

Mættir:  Adolf Guðmundsson, Kolbeinn Agnarsson, Unnar Sveinlaugsson, og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Umhverfisstofnun 24.06.16. Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.

Lagt fram til kynningar.

1.2. Jóhann P. Hansson 30.06.16. Uppsögn á starfi yfirhafnarvarðar Seyðisfjarðarhafnar.

Hafnarmálaráð staðfestir móttöku uppsagnarinnar og felur hafnarstjóra að auglýsa starfið laust til umsóknar með umsóknarfrest til 31. ágúst næstkomandi.

1.3. GG ráðgjöf 20.07.16. Kynningarbréf til sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

1.4. Þórunn Eymundardóttir 09.08.16. Loftgæði og skemmtiferðaskip.

Erindið sem Þórunn sendir í framhaldi af fundi um áhrif skemmtiferðaskip á loftgæði lagt fyrir.

Stefna Seyðisfjarðarhafnar og í samræmi við stefnu hafna landsins og stjórnvalda Íslands er að draga úr útblæstri skaðlegrar loftmengunar frá skipum með því að draga úr útblæstri gróðurhúsloftegunda, brennisteinsefna og annarra skaðlegra loftmengandi efna.

Hafnarmálaráð samþykkir að senda Þórunni f.h. hópsins upplýsingar um stöðu mála í höfnum landsins vegna landtenginga fyrir skemmtiferðaskip.

 

2. Dýpkun við viðlegur í höfninni.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir frestun á fyrirhuguðum dýpkunarframkvæmdum í höfninni sem fyrirhugaðar voru í sumar.

 

3. Viðauki við verksamning um markaðssetningu hafnarinnar dag. 10.02.16.

Hafnarmálaráð samþykkir viðaukann.

 

4. Húsbílastæði.

Lagðar fram teikningar af húsbýlastæði og farið yfir hugmyndir um útfærslu af vatnstengingu og frárennslistæmingu.

Hafnarmálaráð samþykkir að unnið verði að verkefninu í samræmi við hönnun og áætlanir.

 

5. Hafnarsvæði.

Lagðar fram tillögur um frágang á Hafnarsvæðinu milli Ferjuleiru og Hafnargötu sem unnar eru af Juliu Martin ásamt frumkostnaðaráætlun.

Hafnarmálaráð samþykkir að vísa tillögunum til kynningar í umhverfisnefnd.

 

6. Fjármál.

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu og rekstur fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

 

7. Fjarðargata 8.

Lögð fram gögn frá slökkviliði Seyðisfjarðar um mögulega aðstöðu fyrir slökkviliðið í rými í húsinu í framhaldi af erindi Brunavarna (slökkviliðsins) til kaupstaðarins frá 11. apríl s.l.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:13.