Hafnarmálaráð 18.01.16

1. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2016

Mánudaginn 18.01.16 var haldinn fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst fundurinn kl. 13:00.

Mætt:  Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 380. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Lögð fram til kynningar.

2. Erindi:

2.1. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið 22.12.15. Gjaldtaka í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum. Lagt fram til kynningar.

2.2. Byggðastofnun 8.01.16. Strandarsíldarbryggja – leyfi til niðurrifs. Lagt fram til kynningar. Samþykkt að fara yfir aðstæður við bryggjuna með hliðsjón af erindinu og ábendingu í erindi 2.3. í fundargerðinni.

2.3. Skálanes. 13.01.16. Bryggja við Strandarveg 29-33. Lagt fram til kynningar.

3. Löndunarkrani. Hafnarmálaráð samþykkir að festa kaup á hafnarkrana af gerðinni Iron Fist Crane type IFG700W60 frá GO ON á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga.

4. Umhverfisstefna hafna – Alta. Lagt fram til kynningar.

5. Hafnarvog – viðhaldsþörf. Lagðar fram upplýsingar frá P.G. Stálsmíði um ástand hafnarvogar. Hafnarmálaráð samþykktir að undirbúa viðgerð og stefna að henni innan ársins.

6. Gámar – sala. Hafnarmálaráð samþykkir að setja gáma í eigu hafnarinnar í sölu.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:18.