Hafnarmálaráð 19.09.16

9. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2016 

Mánudaginn 19.09.16 var haldinn fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 13:00.

Mætt:  Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Umhverfisstofnun 9.09.16. Reglubundið eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum hjá Seyðisfjarðarhöfn.

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem gerð er grein fyrir reglubundnu eftirliti með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum í Seyðisfjarðarhöfn. Unnið er að úrbótum vegna ábendinga um frávik í skýrslunni.

1.2. Skipulagsstofnun 8.09.16. 10.000 tonna framleiðsla á laxi í Seyðisfirði – beiðni um umsögn.

Lögð fram til kynningar. Umhverfisnefnd vinnur að gerð draga að umsögn kaupstaðarins.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að afla nánari upplýsinga sem lúta að höfninni vegna tillögunnar.

 

2. Starfsmannamál – ráðning yfirhafnarvarðar Seyðisfjarðarhafnar.

Hafnarmálaráð samþykkir að bjóða Rúnari Laxdal Gunnarssyni starf yfirhafnarvarðar Seyðisfjarðarhafnar. Það er mat hafnarmálaráðs að Rúnar uppfylli í hlutlægu mati þá mikilvægustu þætti í kröfum sem gerðar voru til umsækjenda. Að mati hafnarmálaráðs leiða menntun, þekking, reynsla, leiðtogahæfileikar og samskiptahæfni Rúnars til þess að hann er talinn vera hæfastur umsækjenda í starfið. Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við Rúnar Laxdal Gunnarsson.

 

3. Samantekt frá fundi um aukna ferðamennsku á Seyðisfirði.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Boðun á hafnasambandsþing 2016.

Hafnarmálaráð samþykkir að hafnarstjóri sæki þingið fyrir hönd kaupstaðarins.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:03.