Hafnarmálaráð 20.03.17

2. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2017

Mánudaginn 20. mars 2017 kom  hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 13:00.

Fundinn sátu:  Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 391. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

1.2. Fundargerð 392. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

 

2. Erindi:

2.1. Ólafur Sveinbjörnsson 01.03.17. Hafnargjöld.

Í erindinu er óskað eftir niðurfellingu hafnargjalda árið 2017.

Hafnarmálaráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

2.2. Hafnasamband Íslands 06.03.17.Verið tilbúin – námskeið.

Í erindinu er kynnt námskeið um upplýsingagjöf.

2.3. Hafnasamband Íslands 06.03.17. Sjónvarpsþættir um hafnir.

Lagt fram erindi frá Hafnasambandinu þar sem óskað er eftir viðhorfi hafna til gerðar sjónvarpsþátta um hafnir.

2.4. Yfirhafnarvörður 17.03.17. Viðhald hafnarsvæða, hafnarmannvirkja og útfærsla gjaldtöku samkvæmt gjaldskrá.

Hafnarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Varðandi smábátahöfn og nærliggjandi svæði felur hafnarmálaráð, hafnarstjóra að undirbúa hönnunarsamkeppni um uppbyggingu og frágang svæðisins.

 

3. Hljóðvist í Ferjuleiru 1.

Farið yfir hugmyndir um aðgerðir til lækkunar á ómtíma í Ferjuleiru 1

 

4. Strandarsíldarbryggja.

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni um frágang vegna sjóvarna vegna niðurrifs Strandarsíldarbryggju.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að ræða við Byggðastofnun um að hraða aðgerðum til úrlausnar málsins og minnir á samþykkt ráðsins frá 21.03.2016 við erindi stofnunarinnar frá 8.01.2016 um leyfi til niðurrifs bryggjunnar.

 

5. Kynningarfundur um skipulagsmál á haf- og strandsvæðum.

Lagt fram til kynningar.

 

6. Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa.

Tekin fyrir að nýju uppfærð drög að áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa sem áður var til umfjöllunar á 1. fundi hafnarmálaráðs 2017. Drögin eru nú uppfærð eftir athugasemdir og ábendingar frá Umhverfisstofnun.

Hafnarmálaráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti. Jafnframt samþykkir hafnarmálaráð að vinna tillögu að upplýsingaskilti fyrir áætlunina og helstu upplýsingar um þjónustu.

 

7. Ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna matsáætlunar Fiskeldis Austfjarða í Seyðisfirði.

Lögð fram til kynningar.

Með hliðsjón af því að framkvæmdaaðilar hyggjast ekki leita heimildar hafnarmálaráðs vegna áformanna samþykkir hafnarmálaráð að fá lögfræðiálit um málið.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 15:08.