11. fundur í hafnarmálaráði 21.11.19

11. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019

Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44.  Hefst  fundurinn kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri,

Unnar B. Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi. 

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. 

Fundargerð var færð í tölvu.

 

 Dagskrá:

1. Fjármál – fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun fyrir 2020 -2023

Hafnarmálaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn með fyrirvara um að útkomuspá fyrir 2019 verði leiðrétt í samræmi við það sem fram kom á fundinum. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2020“.

 

2. Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við það að færa upplýsingamiðstöðina til í Ferjuhúsinu og samþykkir ráðahaginn fyrir sitt leiti með fyrirvara um lögmæti gjörningsins.

 

3. Efla – vegna landtengingar Norrænu 

Hér víkur Guðjón Már af fundi kl. 17:30

 

Hafnarmálaráð samþykkir framlagðan verksamning við Eflu upp á kr. 1.291.538 vegna undirbúnings landtengingu Norrænu og felur hafnarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Seyðisfjarðarhafnar.

 

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2019: „Viðauki nr. 11. Útgjöld að upphæð kr. 1.291.538 vegna undirbúnings landtengingar Norrænu færist á deild 4173 kynningar – og markaðsstarf hafnarinnar lykill 4390 önnur sérfræðiþjónusta.“

 

4. Tækniminjasfan Austurlands – vegna greiðslu fasteignagjalda og greiðslur á styrkjum til TA árin 2017 – 2019

 

Lagt fram til kynningar.

 

5. Cruise Iceland – 13.11.2019 - þáttaka í STCG sýningunni í Miami 2020

Hafnarmálaráð samþykkir að senda Hafnarstjóra á sýninguna í Miami 2020 hvort heldur er með Cruise Iceland eða Cruise Europe nema hvort tveggja sé.  

 

6. Martin Faby – erindi

Hafnarmálaráð tekur vel í erindið fyrir sitt leiti. Hafnarstjóra falið að taka málið áfram.    

 

7. Strandarsíldarbryggjan – staða mála

Strandarsíldarbryggjan er í einkaeigu og því ekki í höndum kaupstaðarins að annast viðhald eða niðurrif. Það hefur verið staðfest að Byggðastofnun hyggst lagfæra bryggjuna, og ætlar að hefjast handa í janúar 2020, timbur til verksins er þegar komið á staðinn.

 

8. Draugaskip í smábátahöfninni – staða mála

Draugaskipin eru flest ennþá í smábátahöfninni, yfir-hafnarvörður hefur verið í samskiptum við eigendur einhverra þeirra án þess að það hafi borið árangur. Allir þessir aðilar standa í skilum varðandi bryggjugjöld. Málið áfram í vinnslu, bréf varðandi málið verður sent til eigenda á næstunni.

 

 

Fundi slitið kl. 18.40.