Hafnarmálaráð 22.02.16

2. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2016

Mánudaginn 22.02.16 var haldinn fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 13:00.

Mættir: Adolf Guðmundsson, Kolbeinn Agnarsson, Unnar Sveinlaugsson og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 381. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Lögð fram til kynningar.

2. Erindi:

2.1. Fiskistofa 22.01.16. Tilkynning um heimavigtarleyfi. Lagt fram til kynningar heimavigtarleyfi fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar.

2.2. Edda Center 11.02.16. Alþjóðaráðstefna um haföryggismál, viðbragðskerfi og áhættuþætti á norðurslóðum. Dagskrá og kynningargögn varðandi ráðstefnuna lagt fram til kynningar.

2.3. Samgöngustofa 8.02.16. Verndarfulltrúi hafnar fyrir Seyðisfjarðarhöfn. Í erindinu kemur fram að Samgöngustofa samþykkir Jóhann Pétur Hansson sem verndarfulltrúa hafnar fyrir Seyðisfjarðarhöfn.

2.4. Brunavarnir á Austurlandi 15.02.16.  Beiðni um endurnýjun hurðar á húsnæði slökkvistöðvar. Lagt fram til kynningar. Vísað til umfjöllunar undir lið 4.

3. Deiliskipulag fyrir Hafnarsvæði, Fjarðarhöfn, Pálshúsreit og Ölduna. Farið ítarlega yfir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Hafnarmálaráð leggur áherslu á að gætt verði að ákvæðum varðandi hverfisvernd vegna nýbygginga og breytingar húsa á svæðinu sem hverfisvernd gildir um og bendir á að frávik kunna að verða skaðleg og rýra virði eigna til lengri tíma. Einnig leggur hafnarmálaráð áherslu á að reitir með athafnasvæðum við Ferjuleiru verði ekki skipulagðir frekar eða ráðstafað á samráðs við hafnarmálaráð.

4. Áhaldahús. Lögð fram skýrsla frá Vinnueftirlitinu vegna Ránargötu 2. Hafnarmálaráð samþykkir að láta vinna kostnaðaráætlun og tillögur um nauðsynlegar framkvæmdir vegna viðhalds hússins. 

5. Fjármál 2016. Farið yfir ýmiss fjármálatengd atriði og horfur á árinu 2016.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:35.