Hafnarmálaráð 22.05.17

4. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2017

Mánudaginn 22. maí 2017 kom hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 10:00.

Fundinn sátu:  Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

 

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 393. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

 

2. Erindi:

2.1. Elfa Hlín Pétursdóttir f.h. Hafnarhópsins 07.04.17. Endurnýjun lóðasamnings.

Hafnarmálaráð samþykkir að veita Hafnarmarkaðnum áframhaldandi afnot af svæði innan bílastæðis við Ferjuleiru og meðfram Lónsleiru til eins árs. Gerður er fyrirvari um takmörkun afnota meðfram Ferjuleiru vegna stækkunar á bílastæði.

2.2. Sjávarútvegsskólinn 24.04.17. Styrkumsókn v/sjávarútvegsskólans 2017.

Hafnarmálaráð samþykkir styrk til verkefnisins að upphæð 150.000 krónur af lið 4171-9991.

2.3. Hafnasamband Íslands 2.05.17. Ársreikningur Hafnasambandsins fyrir árið 2016.

Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2016 lagður fram til kynningar.

2.4. Hafnasamband Íslands 2.05.17. Samantekt frá fundi samráðshóps Fiskistofu og Hafnasambandsins.

Lögð fram.

 

3. Fjármál 2017.

3.1. Fjárhagsstaða 31.03.17.

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu hafnarsjóðs frá áramótum til 31.03.17.

3.2. Endurbætur á tengingu á landgangi vegna Norröna.

Lagt fram tilboð í endurbætur á tengingu á landgangi við Norröna frá P.G. Stálsmíði.

Hafnarmálaráð samþykkir að framkvæma endurbæturnar á grundvelli tilboðsins.

3.3. Opnunartími hafnar.

Hafnarmálaráð fór yfir tillögu um opnunartíma hafnarvogar.

Hafnarmálaráð samþykkir opnunartíma hafnarinnar og að birta hann á vef hafnarinnar og kaupstaðarins.

3.4. Bjólfsbakki – Viðgerð.

Samkvæmt lauslegri samantekt er útlit fyrir að útgjöld  vegna viðgerðanna verði í samræmi við áætlun þar um.

3.5. Ránargata 2.

Lagt fram yfirlit yfir áfallin kostnað við endurbætur áhaldahúss og slökkvistöðvar.

3.6. Innviðir vegna farþega skemmtiferðaskipa.

Hafnarmálaráð samþykkir að laga stíg að Búðarfossi með hliðsjón af tenginu hans við hafnarsvæðið og aðsóknar frá farþegum skemmtiferðaskipa.

3.7. Geymslusvæði v. tollvarnings, beiðni frá Smyril Line Cargo.

Farið yfir beiðni Smyril Line Cargo um afnot af girt svæði á Bjólfsbakka.

Hafnarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

4. Strandarsíldarbryggja.

Lögð fram göng um samskipti hafnarstjóra við Byggðastofnun vegna óska stofnunarinnar um heimild til að rífa bryggjuna.

 

5. Sjóvarnir.

Farið yfir verkefni vegna sjóvarna sem eru nokkur, Vestdalseyri, Hafsíld, með Hafnargötu frá Þórshamri að smábátahöfn, utan við fiskvinnslubryggju Þórarinsstaðaeyrar og á afmörkuðu svæði við Strandaveg.

Hafnarstjóra falið að koma verkefnalista vegna sjóvarna til Vegagerðarinnar.

 

6. Starfsmannamál og mönnun.

Farið ýmiss atriði varðandi starfsemi og mönnun hafnarinnar með hliðsjón af verkefnum.

 

7. Fjárhagsáætlun 2018.

Farið yfir forsendur í drögum að römmum fjárhagsáætlunar hafnarsjóðs.

Hafnarmálaráð samþykkir ramma fjárhagsáætlunar og felur hafnarstjóra að senda þá hlutaðeigandi aðilum..

 

8. Hleðsla við innra lón, viðhald og frágangur fundargerð ferða- og menningarnefndar.

Lögð fram.

 

9. Staða fiskeldismannvirkja innan hafnarsvæða á sjó.

Lagt fram lögfræðiálit frá Jóni Jónssyni hrl. Um stöðu fiskeldismannvirkja innan hafnarsvæða á sjó. Einnig lögð fram bréf til kynningar sem sveitarfélög hafa sent umhverfis- og auðlindaráðherra vegna frumvarps til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

 

10. Framkvæmdir - Dýpkun við viðlegur.

Lagt fram tilboð í dýpkun hafnarinnar frá Jan De Nul GROUP sem Vegagerðin hefur haft milligöngu um.

Hafnarmálaráð samþykkir að ráðast í verkefnið í samræmi við tilboðið að viðbættri dýpkun við og milli bæjar- og Angrobryggju og óskar eftir uppfærslu Vegagerðarinnar á tilboðinu með hliðsjón af því.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 12:40.