Hafnarmálaráð 24.10.16

10. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2016 

Mánudaginn 24.10.16 var haldinn fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 10:00.

Mætt:  Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Bláfáninn.

Á fundinn undir þessum lið mætti Salome Hallfreðsdóttir verkefnastjóri Bláfánans hjá Landvernd. Hún kynnti verkefnið Bláfánann fyrir smábátahafnir.

Hafnarmálaráð samþykkir að taka verkefnið til skoðunar fyrir smábátahöfnina og greina helstu þætti sem vinna þarf fyrir mögulega umsókn. 

2. Austfar.  

Á fundinn undir þessum lið mættu Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri og Jónas Hallgrímsson stjórnarformaður og kynntu verkefni félagsins.

3. Fundargerðir:

3.1.  Fundargerð 387.fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

4. Erindi:

4.1. Örn Heiðberg Kjartansson 19.09.16. Beiðni um rökstuðning vegna ráðningar yfirhafnarvarðar.

Farið yfir rökstuðning vegna ráðningar í starf yfirhafnarvarðar sem auglýst var laust til umsagnar í ágúst síðastliðnum.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að senda rökstuðning ráðsins vegna ráðningarinnar.

4.2. Vinnueftirlitið 13.09.16. Úttektarskýrsla vegna takmarkaðrar úttektar 13.09.16.

Lögð fram til kynningar.

4.3. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglan á Austurlandi og Tollstjóri 22.09.16. Aðstaða löggæsluaðila í ferjuhúsi á Seyðisfirði.

Í erindinu er óskað eftir samstarfi við Seyðisfjarðarkaupstað um bætta vinnuaðstöðu í ferjuhúsi og umhverfi þess til að bæta afgreiðslu og öryggi farþega. Hafnarmálaráð samþykkir að ganga til samstarfs við embættin um að skoða lausnir til úrbóta út frá hugmyndum embættanna.

4.4. Fiskistofa 11.10.16. Sérstakt strandveiðigjald til hafna.

Lögð fram til kynningar.

5. Landtengingar fyrir skip og báta.

Farið yfir upplýsingar sem fram komu á fundi sem fulltrúar í hafnarmálaráði áttu með fulltrúum Smyril Line vegna möguleika á landtengingu fyrir Norröna ásamt sérfræðingum frá Eflu og RARIK ohf.

           

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:57.