Hafnarmálaráð 24.10.17

8. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2017

Þriðjudaginn 24. október 2017 kom hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 14:30.

Fundinn sátu:  Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

 

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 397. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

1.2. Fundargerð fundar stjórnar Cruise Iceland frá 2.10.17.

Lögð fram til kynningar.

 

2. Erindi:

2.1. Hafnarsamband Íslands 02.10.17. Rannsóknarnefnd samgönguslysa – hafnarkantar.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Samtök ferðaþjónustunnar 13.10.17. Farþegagjöld.

Hafnarstjóra falið að taka saman upplýsingar vegna erindisins.

 

3. Fjármál.

3.1. Framlag til gerðar göngukorts.

Hafnarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

4. Starfsmannamál.

Lagðar fram umsóknir um starf yfirhafnarvarðar og verndarfulltrúa Seyðisfjarðarhafnar. Tvær umsóknir bárust um starfið.

Hafnarmálaráð samþykkir að vinna að mati á umsóknunum á grundvelli framlagðra upplýsinga.

 

5. Gjaldskrá 2018

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir höfnina fyrir árið  2018.

Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.“

 

6. Fjárhagsáætlun 2018-2022.

Lögð fram yfirlit, vinnulisti tegundaáætlunar.

Hafnarmálaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

7. Vinnustofa Cruise Iceland.

Hafnarmálaráð samþykkir að hafnarstjóri sæki vinnustofuna ásamt markaðsstjóra hafnarinnar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 16:53.