9. fundur í hafnarmálaráði 29.11.18

9. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2018 

Þriðjudaginn 29. nóvember 2018 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hefst  fundurinn kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri,

Unnar Sveinlaugsson, áheyrnafulltrúi B – lista.

 

Fundargerð ritaði hafnarstjóri.

 

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta lið númer 8 "Efla 6. nóvember 2018 lýsingamál á hafnarsvæði". Afbrigði samþykkt með þremur atkvæðum.

 

Dagskrá:

 

1. Erindi:

1.1. Tækniminjasafn Austurlands 22. nóv. 2018 – Pétur Kristjánsson óskaði eftir fundi með Hafnarmálaráði, Pétur komst ekki á fundinn.  Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar, ákveðið að boða Pétur á fund síðar.

Rúnar Gunnarsson mætir á fundinn undir þessum lið kl. 16:50

 

1.2. Guðrún Katrín Árnadóttir 20. nóv 2018  - varðar öryggismál við Bjólfsbakka.

Yfirhafnarvörður upplýsir um að búið sé að setja upp keðju með fánum til varnar á gamla rampinum við Bjólfsbakka. Yfirhafnarverði falið að láta útbúa varnaðarskilti.

 

1.3. Króli  - 4. nóvember 2018 – varðar flotbryggju.

Hafnarstjóra falið að ræða við Króla.

 

2. Gjaldskrá 2019

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir höfnina árið 2019.

Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2019“.

 

3. Fjárhagsáætlun 2019.

Lögð fram yfirlit vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2019 og farið yfir helstu forsendur. Hafnarmálaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2019“.

Hér víkur Rúnar af fundi.

 

4. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, 22. nóv 2018 – fréttabréf.

Lagt fram til kynningar.

 

5. Og synir 8. nóv 2018 – stöðuúttekt.

Hafnarmálaráð leggur áherslu á að öryggismál í Áhaldahúsi og slökkvistöð verði látin hafa forgang í þeirri vinnu sem eftir er. Hafnarstjóra er falið að vinna að úttekt á framkvæmdinni í samvinnu við þar til bæra aðila.

 

6. Fiskistofa 20. nóv 2018 – Sérstakt strandveiðigjald til hafna.

Í hlut Seyðisfjarðarhafnar komu 115.660 kr.

 

7. Securitas 23.10.18 - úttekt á brunaviðvörunakerfinu Ferjuleiru 1.

Lagt fram til kynningar, yfirhafnarverði falið að fara yfir úttektina og bregðast við athugasemdum.

 

8. Efla 6. nóvember 2018 – lýsingamál á hafnarsvæði.

Hér víkur Guðjón Már af fundi.

 

Hafnarmálaráð felur Eflu að hanna lýsingu fyrir Strandarbakka, Bjólfsbakka, Stóra bílastæðið og smábátahöfn í samræmi við  verðhugmynd sem send var í tölvupósti 6. nóv. sl.

 

Hér kemur Guðjón aftur inn á fundinn.

 

Fundi slitið kl 20.00.