4. fundur í hafnarmálaráði 30.05.18
Fundargerð 4. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2018
Miðvikudaginn 30. maí 2018 kom hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Hófst fundurinn kl. 13:30.
Fundinn sátu: Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Fundargerðir:
1.1. Fundargerð aðalfundar Cruise Iceland 2018 frá 3.05.18.
Fundargerð aðalfundar, ársskýrsla fyrir árið 2017, ársreikningur 2017 og uppfærðar samþykktir samtakanna lagðar fram til kynningar.
2. Erindi:
2.1. Samgöngustofa 26.04.18. Verndaráætlun hafnaraðstöðu fyrir Strandarbakka og Bjólfsbakka.
Í bréfi Samgöngustofu er endurskoðuð Verndaráætlun hafnaraðstöðu fyrir Strandarbakka og Bjólfsbakka staðfest af hálfu stofnunarinnar.
3. Skipulag haf- og strandsvæða.
Fram fer umræða um áhrif frumvarps til laga um um skipulag haf- og strandsvæða útfrá punktum sem Juris, lögfræðistofa hefur tekið saman.
4. Ferjuleira 1 – Húsnæðismál Lögreglustjórans á Austurlandi – Seyðisfirði – Frumathugun.
Lögð fram frumathugun frá apríl 2018 frá Framkvæmdasýslu ríkisins um lögregluvarðstofu á Seyðisfirði í Ferjuleiru 1.
Hafnarmálaráð samþykkir að taka upp viðræður við Framkvæmdasýslu ríkisins á grundvelli þeirra hugmynda sem settar eru fram í frumathugunni.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 14:18.