Umhverfisnefnd 13.05.19

Fundargerð, fundur umhverfisnefndar 13. maí 2019. 

Mánudaginn 13.05.2019 kom  umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn kl. 16:20.

Fundarmenn:

Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Bjarki Borgþórsson L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Óla Björg Magnúsdóttir B-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.

 

Dagskrá

Erindi:

1. Fjallskilasamþykkt, endurskoðun

Beiðni frá Bæjarráði dags. 2.4.2019. Samstarf Sveitarfélaga á Austurlandi 21.03.2019 – Endurskoðuð fjallskilasamþykkt. Erindinu vísað til umhverfisnefndar og henni falið að fara yfir málið og leggja fram umsögn til bæjarstjórnar.

Gunnlaugur Friðjónsson sat undir þessum lið. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við endurskoðun fjallskilasamþykktar og fagnar erindi þessu. Nefndin leggur til að bæjarstjórn samþykki fjallskilasamþykktina eins og hún er lögð fram.

2. Baugsvegur 5 – Byggingarleyfisumsókn, breytingar og færsla á ljósastaur

Sigurbjörn Kristjánsson kt. 0607512699 sækir um leyfi til að skipta út gluggum í húsinu sínu við Baugsveg 5. Um er að ræða minniháttar breytingu á núverandi gluggaútliti. Einnig ítrekar Sigurbjörn umsókn um að fá leyfi til að færa ljósastaur sem stendur á miðri götu miðað við núverandi uppbyggingu götunnar, fyrir framan bílastæði við Baugsveg 5.

Umsókn um færslu á ljósastaur var á dagskrá nefndarinnar 11.12.2017 og í bæjarráði 20.12.2017 þar sem bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til skoðunar hjá bæjarverkstjóra.

Umhverfisnefnd felur tæknistjóra Seyðisfjarðakaupstaðar að klára málið.

3. Molta á Seyðisfirði

Umræður um moltu á Seyðisfirði.

Umhverfisnefnd leggur til að molta verði aðgengileg til einstaklinga á Hafsíldarplani. Íslenska Gámafélagið útvegar moltuna. Tæknistjóra Seyðisfjarðar falið að auglýsa málefnið á heimasíðu sveitarfélagsins og útvega skilti með umgengisreglum. Gunnlaugur Friðjónsson sat undir þessum lið.

4. Strandarvegur 13 – Byggingarleyfisumsókn, breytingar

Lasse Högenhof kt. 190986-4119 sækir um byggingarleyfi, fyrir hönd LungA skólans  kt. 660213-1200, að Strandavegi 13. Um er að ræða netagerðahús byggt árið 1966  með fastanr. F2168784, matshluti 01 0101 og landnr. L2284888. Sótt er að breytingar innanhúss ásamt breytingu á notkun hússins í geymslur og vinnustofur fyrir LungA skólann. Reyndarteikningar liggja fyrir með umsókn ásamt öðrum gögnum.

Umhverfisnefnd telur að notkunin kalli ekki á aukna viðveru fólks miðað við fyrri notkun hússins. Nefndin samþykkir erindið. Byggingafulltrúa er falið að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

5. Baugsvegur 1 – Breytingar innanhúss og nýjar svalir

Kristján Loðmfjörð kt. 0912775739 sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á húsnæðinu við Baugsveg 1.  Um er að ræða breytingu innanhúss í íbúð, í bílskúr, nýjar svalir og utanhússklæðning. Eignin hefur fastanúmerið F2168335. Matshl.nr. 01 0001. Landeignarnr. L154924.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

6. Austurvegur 23. Sirkus. Beiðni umsagnar vegna rekstrarleyfis.

Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis skv. Lögum nr, 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Veitingaleyfi í flokki III. Krá. Umsækjandi er Esualc ehf. Kt. 541016-5609. Heiti: Sirkus. Gestafjöldi: Hámark 49 skv. Brunavörnum Austurlands. Starfsstöð: Austurvegur 23, 710 Seyðisfirði. Fastanr. 216-8293. Forsvarsmaður: Sigríður Guðlaugsdóttir kt. 160753-5609.

Landnotkun er í samræmi við aðal- og deiliskipulag.

Umhverfisnefnd leggur til að endanlegri afgreiðslu málsins verði frestað og felur skipulagsfulltrúa að vinna að útfærslu að grenndarkynningu í samráði við Skipulagsstofnun.

 7. Umhverfismál – umhirða trjáa á lóðamörkum

Umræða um tré og runna sem slúta yfir gangstéttar og heftir umferð gangandi vegfarenda.

Umhverfisnefnd vill beina því til íbúa að snyrta tré og runna sem ná út fyrir lóðamörk fyrir 12. júní næstkomandi að öðrum kosti verði það gert af starfsmönnum kaupstaðarins á kostnað eigenda í samræmi við 3. Kafla. gr. 68 lið 4 og 5 í Byggingareglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

Umhverfisnefnd felur tæknistjóra Seyðisfjarðar að auglýsa ofangreint átak á heimasíðu sveitarfélagsins.

8. Heilsueflandi samfélag

Seyðisfjarðarkaupstaður skrifaði undir samning við Landlæknisembættið (LE) um þátttöku í þróunarverkefninu HSAM þann 8. mars 2017.  Tekin var ákvörðun um að hefja 5 ára innleiðingu verkefnisins.

Lagt fram til kynningar

9. Ærslabelgur

Foreldrafélög grunn- og leikskóladeildar hafa fest kaup á ærslabelg fyrir samfélagið. Óskastaðsetning fyrir belginn er við hlið sparkvallar neðan við Túngötu. Hún er meðal annars heppileg með tilliti til nauðsynlegrar raflagna, ljósin á sparkvellinum gætu samnýst við notkun á belgnum. Svo ekki sé talað um fyrirhugaða áframhaldandi uppbyggingu á þessu svæði í samvinnu við heilsueflandi samfélag.

Umhverfisnefnd fagnar erindinu en leggur til að staðsetning belgsins verði þannig háttað að staðsetningin hafi ekki áhrif á knattspyrnuiðkun á sparkvelli. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að verða við erindinu.  

10. Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir sveitarfélaginu frumvarp til umsagnar. Frumvarp til laga Þjóðgarðastofnanir og þjóðgarða, 778. Mál.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

11. Skálanes – byggingaleyfisumsókn, útsýnispallur

Ólafur Pétursson kt. 010478-5619 sækir um breytingu á sólpalli sem byggður er í landi Skálaness. Um er að ræða stækkun og styrkingu á handriði. Aðalhönnuður er Guðmundur Þorsteinn Bergson hjá Verkráði.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út byggingaleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

12. Endurskoðun aðalskipulags, skipulagslýsing til kynningar

Lýsing á endurskoðun aðalskipulags Seyðisfjarðarkaupstaðar til kynningar- og auglýsingar.

Umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að senda skipulagslýsinguna umsagnaraðilum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja auglýsingu á lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags.

13. Tjaldsvæði, klósettgámur

Forstöðumaður tjaldsvæðis Seyðisfjarðar sækir um leyfi til að setja upp klósettgám á bílastæði tjaldsvæðis Seyðisfjarðarkaupstaðar nánar tilgreint í fremsta stæði húsbílavagna. Skv. bæjarverkstjóra er búið að leggja lagnir að svæðinu til að auðvelda tengingu við klóak, kalt vatn og rafmagn.

  Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

14. Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði – Aldan og Bakkahverfið

Beiðni um umsögn um drög að tillögu að matsáætlun vegna snjóflóðavarna á Seyðisfirði. Áformað er að reisa snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði undir Bjólfshlíðum með það að markmiði að bæta öryggi Seyðisfjarðar gagnvart snjóflóðum. Gert er ráð fyrir að varnargarðarnir verði þrír og nefnast þeir Bakkagarður, Fjarðargarður og Öldugarður. Framkvæmdin er háð lögum um mati á umhverfisáhrifum.

Málið var á dagskrá Umhverfisnefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar þann 25.3.2019 3. Lið.  

Vegagerðin gerir athugasemdir vegna tengingar við þjóðvegakerfið og óskar eftir samráði. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

15. Langahlíð, byggingarleyfisumsókn

Francesca Di Giovanni kt. 210387-4479 sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu á frístundarhúsi í landi Lönguhlíðar 4. Húsið er bjálkahús úr timbri með stálklæddu þaki. Stærð hússins er 26,2 m2 að grunnfleti og 74,1 m3. Húsið snýr með verönd í átt að sjó.

Húsnæðið er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 20:10.