Umhverfisnefnd 25.03.19

Fundargerð, fundur umhverfisnefndar 25. mars 2019. 

Mánudaginn 25.03.2019 kom umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn kl. 16:20.

Fundarmenn:

Lilja Kjerúlf varamaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Skúli Vignisson D-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina. 

 

Dagskrá 

Erindi:

1. Geitdalsvirkjun. Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs

Verkefnalýsing fyrir tillögu að breyttu aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna 9,9 MW vatnsaflsvirkjunar sem áformað er að reisa í Geitdalsá. Samkvæmt aðalskipulaginu er miðlunar- og inntakslón skilgreint á óbyggðu svæði. Stöðvarhús er rétt innan marka landbúnaðarsvæða. Tillagan felur í sér afmörkun iðnaðarsvæða fyrir tvö lón og tilheyrandi mannvirki.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

2. Austurvegur 23. Sirkus. Beiðni umsagnar vegna rekstrarleyfis.

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfis skv. Lögum nr, 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Veitingaleyfi í flokki III. Krá. Umsækjandi er Esualc ehf. Kt. 541016-5609. Heiti: Sirkus. Gestafjöldi: ótilgreindur. Starfsstöð: Austurvegur 23, 710 Seyðisfirði. Fastanr. 216-8293. Forsvarsmaður: Sigríður Guðlaugsdóttir kt. 160753-5609.

Landnotkun er í samræmi við aðal- og deiliskipulag.

Lokaúttekt hefur ekki farið fram og ekki hefur verið útgefið byggingarleyfi.

Málinu frestað.

 

3. Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði – Aldan og Bakkahverfið

Beiðni um umsögn um drög að tillögu að matsáætlun vegna snjóflóðavarna á Seyðisfirði. Áformað er að reisa snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði undir Bjólfshlíðum með það að markmiði að bæta öryggi Seyðisfjarðar gagnvart snjóflóðum. Gert er ráð fyrir að varnargarðarnir verði þrír og nefnast þeir Bakkagarður, Fjarðargarður og Öldugarður. Framkvæmdin er háð lögum um mati á umhverfisáhrifum.

Umhverfisnefnd líst í meginatriðum vel á framkvæmdina en bendir á að með tilkomu þessa mannvirkis þurfi að skapast tækifæri til að fjölga íbúðalóðum utan hættusvæðis. Hugað verði að aukinni landnotkun og hvort það sé möguleiki á að þétta byggð umfram það sem lagt er til í núverandi tillögu. Nefndinni finnst rökrétt að svona stór framkvæmd skili sem mestu fyrir samfélagið til framtíðar. Mikilvægt er að huga að veðurfarslegum þáttum svo sem skuggamyndun garðanna á íbúðabyggð og áhrif þeirra á vindafar.

 

4. Austurvegur 13b – Beiðni umsagnar vegna rekstrarleyfis.

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfis skv. Lögum nr, 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Umsækjandi: Dóra Kristín Halldórsdóttir kt. 020953-4119. Starfstöð: Austurvegur 13b Fastanr. 216-8276, 710 Seyðisfirði. Heiti: Myndahúsið. Gistileyfi í flokki II. Gestafjöldi: ekki tilgreint í umsókn en 6 gestir skv. eldra leyfi.

Jákvæð umsögn byggingafulltrúa var áður veitt skv. útsendu og undirrituðu bréfi dags. 24. júní 2015. Þar var vísað til kafla 3.8 í byggingareglugerð 112/2012 þar sem kveðið er á um að áður en mannvirki sé tekið í notkun skuli fara fram öryggisúttekt og síðan lokaúttekt sbr. kafla 3.9 í sömu reglugerð. Þar kom einnig fram að lokaúttekt hafi farið fram og að starfsemi væri að öðru leyti í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála þannig að skilyrði væri til að veita leyfi hvað það varðaði.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn fyrir gistileyfi í flokki II fyrir allt að 6 gesti á forsendum áðurnefndra gagna.

 

5. Öldugata 2 – Breytingar innanhúss

Kirkjumálasjóður kt. 530194-2489 tilkynnir breytingar innanhúss í Framnesi prestbústaðnum við Öldugötu 2. Fyrirhugaðar eru breytingar á eldhúsi, salerni á 1. hæð, stækkun salernis á 2. hæð, endurnýjun lagna og hreinlætistækja. Þórhallur Pálsson kt. 160152-3899 er verkefnastjóri framkvæmdarinnar. Framkvæmdin er undanþegin byggingarleyfi skv. gr. 2.3.5 Byggingareglugerðar 112/2012.

Lagt fram til kynningar

 

6. Beiðni um upplýsingar vegna ábendingar

Beiðni frá Mannvirkjastofnun um gögn vegna Strandarvegar 13 og Strandarvegar 21.

Umhverfisnefnd felur byggingafulltrúa að finna tilskilin gögn og senda Mannvirkjastofnun.

 

7. Úrbótaganga samfélagsins

Úrbótagangan er liður í áfangastaðaáætlun Austurlands og er unnin af Austurbrú í samstarfi við öll sveitarfélög á Austurlandi. Gangan er hugsuð til þess að gera íbúa meðvitaða um umhverfi sitt og það hvernig þeir geta haft áhrif á ásýnd þess.

 

Dagný Ómarsdóttir kom á fundinn og kynnti úrbótagönguna. Málið er í vinnslu.

 

8. Lunga. Beiðni um umsögn um tækifærisleyfi 

Umhverfisnefnd samþykkir að veita jákvæða umsögn um þessa umsókn.

 

9. Lónsleira 7. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.

Beiðni um umsögn frá Sýslumanni vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. Lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði, og skemmtanahald. Gistileyfi í flokki II. Stærra gistiheimili. Gestafjöldi: 12. Umsækjandi er Lónsleira ehf. Kt. 540812-0550. Starfstöð: Lónsleira 7, 710 Seyðisfirði. Fastanr. 234-9438.  Heiti: Lónsleira apartments.

 

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 25. febrúar sl. þar sem nefndin lagði til við bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn um starfsleyfið. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til Umhverfisnefndar vegna formgalla.

 

Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins.

 

10. Deiliskipulagstillaga fyrir við Hlíðarveg og Múlaveg

Deiliskipulagstillaga fyrir Hlíðarveg og Múlaveg til kynningar.

Unnið er að húsakönnun og fornleifaskráningu.

 

Umhverfisnefnd samþykkir skipulagstillöguna eins og hún liggur fyrir og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kynningu skipulagstillögunnar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 19:50.