Umhverfisnefnd 02.10.17

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar.

Mánudaginn 2. október 2017 kom umhverfisnefnd saman til fundar á skrifstofu byggingarfulltrúa að Hafnargötu 28 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Halla Dröfn Þorsteinsdóttir og Páll Þór Guðjónsson auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.

 

Gerðir fundarins:

1. Austurvegur 30 umsókn um leyfi til að byggja geymslu og sorpskýli.

Tekin fyrir umsókn um leyfi til að byggja geymslu og sorpskýli við Austurveg 30. Meðfylgjandi eru teikningar sem unnar eru af Magnúsi Baldri Kristjánssyni dagsettar 27.8.2017

Elvar vék af fundi undir þessum lið.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

2. Skíðavæðið í Stafdal, umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma.

Borist hefur umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma á skíðasvæðinu í Stafdal frá Skíðafélaginu í Stafdal. Fram kemur að þetta eru tveir gámar settir saman og koma þeir í staðinn fyrir tvo skúra sem fyrir eru á svæðinu, skíðaleiguskúr og og lyftuskúr sem munu verða fjarlægðir.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs. Áskilið er að gámarnir verði ekki tengdir lögnum, þ.m.t fasttenging rafmagns og geti þar með uppfyllt skilyrði þess að veiting stöðuleyfis sé heimil.   

 

3. BR 2404 1.2a. Gangstétt við Bjólfsgötu.

Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd hvetur bæjarstjórn til að láta ganga frá götunni hið fyrsta.

 

4. Gangbrautir á Seyðisfirði erindi frá starfsmönnum grunnskóladeildar.

Umhverfisnefnd fór yfir tillögur frá starfsmönnum grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla er varðar umferðarmál og öryggi. Umhverfisnefnd er ekki sammála þeim tillögum sem þar koma fram og telur verulega annmarka á hluta þeirra, eins og að gera Túngötu að tvístefnugötu og að gera Suðurgötu að vistgötu. Umhverfisnefnd tekur undir það að nauðsynlegt er að auka öryggi barna og gangandi vegfarenda á þessu svæði. Nefndin bendir á tillögu sem hún lagði fram á síðasta fundi varðandi gangbrautir m.a. á þessu svæði. Nefndin bendir á að skoða betri merkingar á götunni við skólann, eins og t.d. áberandi ljósaskilti og grindverk beggja vegna götunnar til að stýra umferð barna yfir götuna.

 

5. Fjörður 4 erindi vegna breyttrar notkunar/starfsemi.

Borist hefur erindi frá OgSynir ehf. vegna fyrirhugaðra breytinga á Firði 4 og möguleikum á því að fá rekstrarleyfi fyrir gististarfsemi. Sótt er um breytingu á landnotkun á lóðinni úr íbúðalóð í viðskipta og þjónustulóð. Nefndin bendir á að stór hluti af fyrirhugaðri notkun samkvæmt erindinu getur fallið undir þá landnotkun sem er í gildi á svæðinu.

Umhverfisnefnd getur ekki mælt með því að landnotkun á þessu svæði verði breytt í þá veru sem sótt er um og vísar til stefnu bæjarstjórnar í þessum málum. Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað.

 

6. Tilnefning til umhverfisverðlauna atvinnulífsins.

Erindið kynnt. Frestur til tilnefningar er liðinn.

 

7. Til kynningar.

7.1 Fundargerð 136. Fundar HAUST.

Lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.