Umhverfisnefnd 09.03.16

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 9. mars 2016 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Páll Þór Guðjónsson, Halla Dröfn Þorsteinssdóttir og Íris Dröfn Árnadóttir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.

 

Gerðir fundarins:

1. Austurvegur 13B, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Borist hefur frá bæjarráði umsagnarbeiðni embættis Sýslumannsins á  austurlandi um eftirfarandi umsókn um rekstrarleyfi á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald: 

Austurvegur 13B,

Umsækjandi: Dóra Kristín Halldórsdóttir, kt. 020953-4119.

Gististaðurinn er í flokki II skv. 3. gr. laga nr. 85/2007 (gististaður án veitinga). Um er að ræða nýtt leyfi.

Umsögn:

Umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að orðið verði við umsókninni.

Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar.

2. Norðurgata 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Borist hefur frá bæjarráði umsagnarbeiðni embættis Sýslumannsins á  austurlandi um eftirfarandi umsókn um rekstrarleyfi á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald:

Norðurgata 8,

Umsækjandi: Við lónið ehf., kt. 590515-1080.

Gististaðurinn er í flokki II skv. 3. gr. laga nr. 85/2007 (gististaður án veitinga). Um er að ræða nýtt leyfi.

Umsögn:

Umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að orðið verði við umsókninni.

Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar.

3. Ránargata 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar á tímabilinu 1. apríl til 1. nóv.

Borist hefur frá bæjarráði umsagnarbeiðni embættis Sýslumannsins á  austurlandi um eftirfarandi umsókn um rekstrarleyfi á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald:

Ránargata 8,

Umsækjandi: Ingirafn Steinarsson, kt. 160373-3699.

Gististaðurinn er í flokki II skv. 3. gr. laga nr. 85/2007 (gististaður án veitinga). Um er að ræða nýtt leyfi.

Umsögn:

Borist hefur umsögn Veðurstofunnar dagsett 2. mars 2016 þar sem fram kemur að Veðurstofan gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.

Að fenginni umsögn Veðurstofunnar gerir umhverfisnefnd fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að orðið verði við umsókninni.

Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar.

4. Austurvegur 18 - 20, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Borist hefur frá bæjarráði umsagnarbeiðni embættis Sýslumannsins á  austurlandi um eftirfarandi umsókn um rekstrarleyfi á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald:

Norðurgata 8,

Umsækjandi: Gunnar S-EJWaage ehf., kt. 520803-3270.

Gististaðurinn er í flokki II skv. 3. gr. laga nr. 85/2007 (gististaður án veitinga). Um er að ræða nýtt leyfi.

Umsögn:

Umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að orðið verði við umsókninni.

Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar.

5. BR. Tilkynning fundargerð 2352_2.1.

Í bókun bæjarráðs kemur fram að erindi er sent á allar fastanefndir kaupstaðarins þar sem óskað er eftir tillögum að umsóknum í styrktarsjóð EBÍ fyrir 2016

Formanni falið að gera tillögu að umsókn í samræmi við umræður á fundinum.

6. BR. Tilkynning fundargerð 2348_2.6.

Í bókun bæjarráðs kemur fram að óskað er eftir að umhverfisnefnd og byggingarfulltrúi taki saman sjónarmið kaupstaðarins varðandi erindi Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um samræmda lóðarafmörkun. Umhverfisnefnd er fyrir sitt leyti sammála í meginatriðum þeim atriðum sem fram koma í erindi sambandsins.

7. BR. Tilkynning fundargerð 2352_2.3.

Í bókun bæjarráðs kemur fram að óskað er eftir að umhverfisnefnd sendi inn tilnefningu kaupstaðarins til umhverfisviðurkenningarinnar Kuðungsins á vegum Samorku. Formanni falið að senda inn tilnefningu áður en fresturinn rennur út í samræmi við umræður á fundinum.

8. HR. 29.02.2016. Bókun af fundi Hafnarmálaráðs.

Í bókun hafnarmálaráðs kemur fram ítrekun að gætt verði að ákvæðum hverfisverndar varðandi allar nýbyggingar og breytingar og að reitir á athafnasvæðum við Ferjuleiru verði ekki skipulagðir frekar án samráðs við Hafnarmálaráð.

9. Vegagerðin umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar á Fjarðarheiði.

Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar á Fjarðarheiði. Um er að ræða efnistöku í námum á fjórum stöðum þar sem áður hefur verið tekið efni til vegagerðar á heiðinni. Framkvæmdirnar miða að því að bæta öryggi og draga úr snjósöfnun.

Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að byggingarfulltrúa verði heimilað að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli umsóknarinnar. Áskilið verði að frágangur í verklok verði vandaður í hvívetna þannig að frágengin náma falli að umhverfinu í kring hvað varðar áferð og gróðurþekju. Einnig að eftirlit varðandi mengunarvarnir á vatnsverndarsvæðinu verði fullnægjandi og kröfur varðandi tæki sem notuðu eru til verksins taki mið af því að vinnan fer fram á vatnsverndarsvæði. Við lokaúttekt verksins verði haft samráð við byggingarfulltrúa um endanlegan frágang verksins.

Umhverfisnefnd beinir því til bæjarráðs að skoða sérstaklega í samráði við Vegagerðina að færa planið við minnisvarðann á Neðri staf og stækka með tilliti til að auka umerðaröryggi á þessum stað og leggja göngusstíg frá því að minnisvarðanum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.45.

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 9. mars 2016 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Páll Þór Guðjónsson, Halla Dröfn Þorsteinssdóttir og Íris Dröfn Árnadóttir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.