Umhverfisnefnd 10.07.17

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar 

Mánudaginn 10. júlí 2017 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Halla Dröfn Þorsteinsdóttir og Páll Þór Guðjónsson auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.   

 

Gerðir fundarins:

1. Austurvegur 23 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga.

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga að Austurvegi 23 frá Esualc  ehf. dagsett 17. júní 2017. Breytingarnar felast í að bæta við snyrtingum í nýrri hluta hússins  og setja nýja hurð á norðurhlið.  Borist hafa aðalteikningar dagsettar 17. júní 2017  frá Braga Blumenstein.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

2. Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 – 2030. Tillaga að breytingu.

Tekin fyrir að nýju skipulagslýsing vegna breytinga á texta í Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 – 2030 og breytingar á landnotkun í Lönguhlíð. Frestur til að senda inn umsagnir er liðinn. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, HAUST, Minjastofnun, Veðurstofunni og Umhverfisstofnun. Umhvefisnefnd fór yfir umsagnirnar og samþykkir að þær verði hafðar til hliðsjónar við vinnu við skipulagstillögu. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að unnin verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 – 2030 á grundvelli lýsingarinnar og að teknu tilliti til innsendra umsagna. 

 

3. Gleðiganga, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi. 

Umhverfisnefnd samþykkir að veita jákvæða umsögn um þessa umsókn.

 

4. Skógræktarsvæði, erindi frá Skógræktarfélagi Seyðisfjarðar.

Umhverfisnefnd líst vel á þau svæði sem bent er á í erindinu og bendir á að vera í samráði við bæjarverkstjóra við útfærslu.

 

5. BR 2398 1.2. Afgreiðsla bæjarráðs á fundargerð nefndarinnar frá fundi í maí.

Lagt fram til kynningar.

 

6. BR 2400 1.2a. Afgreiðsla bæjarráðs á fundargerð nefndarinnar frá fundi í júní.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00.