Umhverfisnefnd 11.12.17

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Mánudaginn 11. desember 2017 kom umhverfisnefnd saman til fundar á bæjarskrifstofu Hafnargötu 44 kl. 16.15. 

Mætt Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir og Halla Dröfn Þorsteinsdóttir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.  Páll gat ekki mætt og varamaður ekki heldur. Formaður óskaði afbrigða að taka á dagskrá erindi frá bæjarráði varðandi endurheimt votlendis og stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands og var það samþykkt samhljóða.

 

Gerðir fundarins:

1. Baugsvegur 5 umsókn um stöðuleyfi.

Tekin fyrir umsókn um stöðuleyfi fyrir gám við Baugsveg 4 frá Sigurbirni Kristjánssyni.

Jafnframt ósk um að færa ljósastaur sem stendur á snúningsplaninu við Baugsveg 5.

 

Umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að staurinn verði færður og ný staðsetning verði ákveðin í samráði við bæjarverkstjóra.

 

2. Strandartindur teikning af breytingum að Strandarvegi 21.

Borist hefur teikning af breytingum að Strandarvegi 21 frá Braga Blumenstein. Um er að ræða drög að aðalteikningu að breytingum þar sem gert er ráð fyrir gistiaðstöðu.

Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd samþykkir að senda drögin til Veðurstofunnar til umsagnar.

 

3. Bréf frá NAUST vegna plasts.

Lagt fram til kynningar. 

 

4. Ársfundur náttúruverndarnefnda.

Lagt fram til kynningar. Fundurinn var haldinn 9. nóvember.

 

5. Umboðsmaður nátturunnar.

Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd styður hugmyndina.

 

6. Til kynningar.

6.1 Fundargerð 137. Fundar HAUST.

Lögð fram til kynningar.

6.2 Fundargerð aðalfundar HAUST.

Lögð fram til kynningar. 

6.3 Umfjöllun um upphreinsun ónytjahluta á aðalfundi HAUST

Lögð fram til kynningar.

6.4 Úrskurður ÚUA vegna kæru um að fjarlægja bifreið af einkalóð

Lagður fram til kynningar.

 

7. Afbrigði.

7.1 BR 2416_2.5. Samþykkt stjórnar SÍS um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands ásamt fylgigögnum

Lagt fram til kynningar.

7.2 BR 2416_2.6. Samþykkt stjórnar SÍS um vernd og endurheimt votlendis ásamt fylgigögnum

Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.10.