Umhverfisnefnd 12.04.18

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Fimmtudaginn 12.  apríl 2018 kom umhverfisnefnd saman til fundar í  fundarsal Hafnargötu 28 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Páll Þór Guðjónsson, Dagný Ómarsdóttir og Halla Dröfn Þorsteinsdóttir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.

 

Gerðir fundarins:

1. Strandarvegur 21 beiðni eiganda um fund vegna vegna afgreiðslu á erindi Nord Marina um samþykkt reyndarteikninga.

Mætt á fund nefndarinnar, Daníel Björnsson starfsmaður Nord Marina, Ingibjörg Halldórsdóttir lögmaður Nord Marina og Bragi Blumenstein arkitekt. Auk þess er mættur Jón Jónsson lögmaður fh. kaupstaðarins.   

Ingibjörg fór yfir sjónarmið Nord - Marina varðandi málið, ferlið varðandi reyndarteikningar og undirbúning umsóknar um rekstrarleyfið o.fl.

Byggingarfulltrúi og formaður umverfisnefndar útskýrðu sjónarmið nefndarinnar.

Krafa um byggingarleyfi byggir á því að um sé að ræða breytta skráningu húsnæðis og nýja eldunaraðstöðu á efri hæð.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.35.