Umhverfisnefnd 16.12.19

Fundur umhverfisnefndar 16. desember 2019 

Mánudaginn 16.12.2019 kom  umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn kl. 16:20

Fundarmenn:

Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Bjarki Borgþórsson L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.

 

Dagskrá

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að taka erindi inn á fundinn varðandi ný umferðarlög og verður málið númer 5 á dagskrá umhverfisnefndar. Samþykkt samhljóða.

 

Erindi:

1. Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögnum um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.    

Lagt fram til kynningar

 

2. Breytingar á samþykktum vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur birt í Lögbirtingablaði á vef Stjórnartíðinda, tvær reglugerðir sem settar eru á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 sem breytt var með lögum nr. 96/2019 (tóku gildi 1. september 2019 vegna innleiðingar á XX. viðauka tilskipunar 2014/52/ESB). Annars vegar er um að ræða reglugerð nr. 1069/2019, um (2.) breytingu á reglugerð nr. 660/2015, um mat á umhverfisáhrifum. Hins vegar er um að ræða reglugerð nr. 1068/2019, um (1.) breytingu á reglugerð nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.

 Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fela byggingafulltrúa að yfirfara og bæta inn í samþykkt kaupstaðarins með tilliti til lagabreytingarinnar. Breytingin er svohljóðandi: Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sveitarstjórn skal í samþykkt sveitarfélagsins, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fela skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórnsýslu sveitarfélagsins töku fullnaðarákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili.

 

3. Umsögn um breytingu lagafrumvarps um hollustuhætti og mengunarvarnir

 Til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd mál um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436.

Lagt fram til kynningar. Sveinn Ágúst yfirgefur fundinn kl. 17:25

 

4. Hafnargata 42. Minniháttar breyting utanhúss

Elfa Hlín Pétursdóttir kt. 190874-3549 tilkynnir um minniháttar breytingu utanhúss við Hafnargötu 42. Um er að færslu á kjallaraútihurð. Umsögn Minjastofnunar fylgir með sem fylgigagn auk samþykktar meðeigenda. Breytingin er undanþegin byggingarleyfi skv. gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 28. nóvember sl.

Lagt fram til kynningar

 

5. Afbrigði: Ný umferðarlög

Breytingar á umferðalögum nr. 2019 nr. 77 25. júní sem taka gildi 1. janúar 2020

Sveinn kom inn á fundinn aftur 17:41

Lagt fram til kynningar

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17.47.