Umhverfisnefnd 17.09.20

Fundur umhverfisnefndar 17. september 2020. 

Fimmtudaginn 17.09.2020 hélt  umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar nefndarfund í fundarsal bæjarstjórnar Seyðisfjarðar að Hafnargötu 44. Fundurinn  hófst kl. 16:27

Fundarmenn:

Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Lilja Kjerúlf L-lista, Bjarki Borgþórsson L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.

 

Dagskrá

Erindi:

1. Skólastofur – gámaeiningar til bráðabirgða

Seyðisfjarðarkaupstaður sækir um byggingarleyfi fyrir lausum gámaeiningum sem festast ofan á steypta grunna við grunnskóla Seyðisfjarðar, Rauða skóla. Um er að ræða fimm samsettar gámaeiningar sem mynda eitt rými um 115 m2 að stærð auk tveggja samsettra eininga sem mynda eitt rými um 48 m2 að stærð. Einingarnar verða notaðar sem auka húsnæði grunnskólans.  

Umhverfisnefnd telur málið mjög brýnt og að grunnskólinn geti hafið notkun á húseiningunum sem fyrst. Nefndin telur sér þó ekki fært að gefa út byggingarleyfi fyrr en frekari gögn liggja fyrir. Málið er áfram í vinnslu. 

 

2. Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal

Lögð fram tillaga að skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna efnistökusvæðis í Stafdal.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana og afla umsagna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 

3. Múlavegur 60 – erindi frá lóðarhafa

Þann 3. september sl. sendi lóðarhafi Múlavegar 60 erindi til kaupstaðarins þar sem hún telur sig eiga rétt á skaðabótum vegna þess að engar upplýsingar um grundun húsa voru ákveðin í greinagerð deiliskipulagsins Hlíða- og Múlavegar.

Umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að leita álits hjá lögfræðingum Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar. 

 

4. Hafnargata 4a – Umsókn um byggingarleyfi á breytingum innanhúss

Björn Sveinsson, fyrir hönd eiganda ÁTVR, sækir um byggingarleyfi í húsi ÁTVR við Hafnargötu 4a vegna breytinga innanhúss. Breytingarnar felast í að breyta tveimur votrýmum. Bætt er við snyrtingu og ræstikompu á lagerrými verslunar og snyrting sem aðgengi hefur verið frá verslunarrými er breytt í þvottahús íbúðar. Núverandi hurð fram í verslunarrými er lokað og ný sett á gagnstæðan vegg sem snýr að íbúð.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

5. Oddagata 1 – Umsókn um stækkun lóðar

Helgi Gunnarsson sækir um stækkun lóðar að Oddagötu 1. Lóðin hefur landnúmerið L155198. Stærð lóðarinnar er 170 m2. Áætluð stækkun er um 110 m2.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja erindið. Málið var áður á dagskrá Umhverfisnefndar þann 31. ágúst sl. Nefndin bendir á nauðsyn þess að sveitarfélagið áskili sér rétt til að taka frá pláss fyrir gangstétt meðfram Oddagötu sem gæti skert stækkun lóðar sem því nemur.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 18.34.