Umhverfisnefnd 17.12.18

Mánudaginn 17.12. 2018 kom  umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal í Silfurhöll að Hafnargötu 28.  Hófst  fundurinn kl. 16:20.

 

Fundinn sátu:

Ágúst Torfi Magnússon varaformaður L-lista,

Lilja Kjerúlf L- lista,

Jón Halldór Guðmundsson L-lista,

Skúli Vignisson D-lista,

Sveinn Ágúst Þórsson D-lista,

Óla Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista,

Sigurður Jónsson byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði Sigurður Jónsson.

 

Dagskrá:/Gerðir fundarins:

 

1. Hafnargata 2, umsókn um byggingarleyfi.

 

Tekið fyrir erindi frá Birni Sveinssyni, dagsett 18. október þar sem sótt er um breytingu á áður innsendri og samþykktri byggingarleyfisumsókn, 2 herbergjum breytt í litla íbúð. Meðfylgjandi eru teikningar af breytingunni unnar af Verkís, dagsettar 17. október 2018.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

2. Deiliskipulag við Hlíðarveg, skipulagslýsing.

Tekin fyrir skipulagslýsing fyrir íbúðarsvæði við Múlaveg og Hlíðarveg ásamt umsögnum sem borist hafa. Skipulagslýsingin var auglýst og var frestur til að skila umsögnum og athugasemdum til 14. desember. Umhverfisnefnd hélt opið hús þann 29. nóvember þar sem lýsingin var kynnt. Umsagnir bárust frá: HAUST, Skipulagsstofnun, Veðurstofu Íslands og Minjastofnun. 

Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að unnin verði skipulagstillaga að nýju deiliskipulagi við Múlaveg á grundvelli lýsingarinnar. Tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram koma í innsendum umsögnum og unnið verði að gerð skipulagstillögunnar í nánu samráði við hagsmunaaðila á svæðinu og Veðurstofu Íslands m.t.t. endurskoðunar á hættumati fyrir svæðið.

 

3. Breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi fyrir Lönguhlíð.

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030 ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Lönguhlíð og umsögnum sem borist hafa. Tillögurnar voru auglýstar á vinnslustigi og var frestur til að skila umsögnum og athugasemdum til 10. desember. Umhverfisnefnd hélt opið hús þann 29. nóvember þar sem skipulagstillögurnar voru kynntar. Umsagnir bárust frá: HAUST, Veðurstofu Íslands, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Fjarðabyggð, Borgarfjarðarhreppi og Minjastofnun. 

Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillögurnar að breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi í Lönguhlíð verði auglýstar. Tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram koma í innsendum umsögnum og tillögurnar lagfærðar m.t.t. til þeirra áður en þær verði auglýstar.

 

4. Endurskoðun aðalskipulags.

Lögð fram drög að skipulagslýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags. Umhverfisnefnd fór yfir drögin og leggur til að bæta við áhersluatriði eftirfarandi: að skoða val á skógræktarsvæðum, ákveða breytingar á staðsetningu á íþróttasvæði, stefnu varðandi uppbyggingu í fiskeldi og skoða breytingar sem tengjast endurskoðun á hættumati.

Nefndin samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að lýsingin verði unnin áfram og stefnt að því að auglýsa skipulagslýsinguna í janúar.

 

5. Landsnet kerfisáætlun.

Lögð fram tilkynning um verkefnis- og matslýsingu fyrir Kerfisáætlun Landsnets 2019 - 2028.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við fram komna verkefnis- og matslýsingar.

 

6. Til kynningar

6.1. BR tilkynning í fundargerð, uppsögn á samningi við EFLU um byggingarfulltrúa.Lagt fram til kynningar.

Nefndin leggur áherslu á að þessar breytingar tefji ekki vinnu við endurskoðun aðalskipulags og vinnu við gerð deiliskipulags.

6.2. BR tilkynning í fundargerð, bókun vegna tillögu umhverfisnefndar varðandi umferðaröryggisáætlun.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 18:00.