Umhverfisnefnd 21.06.17

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 21. júní 2017 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 17.00.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Halla Dröfn Þorsteinsdóttir og Páll Þór Guðjónsson auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.  Formaður óskar afbrigða að taka á dagskrá umræðu um umgengi á garðaútgangssvæði. Samþykkt samhljóða.

 

Gerðir fundarins:

1. Hafnargata 2 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga.

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga að Hafnargötu 2 frá Fagurhól ehf. dagsett 26. janúar 2017. Breytingarnar felast í að breyta rafmagnsverkstæði og bankaútibúi í gistihús.  Borist hafa nýjar aðalteikningar dagsettar 31. maí 2017  frá Verkís þar sem stigum upp á svefnloft hefur verið breytt til samræmis við kröfur í grein 6.4.9. í byggingarreglugerð.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

2. Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga að Skólavegi 1

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi frá bæjarstjóra varðandi breytingar að Skólavegi 1. Um er að ræða að setja upp heimilsfræðistofu í kennslustofu að Skólavegi 1. Meðfylgjandi er teikning frá Ask arkitektum af fyrirhugaðri breytingu dags 1. júni 2017. 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

3. Húsahótel, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi v/Lunga.

Umhverfisnefnd samþykkir að veita jákvæða umsögn um þessa umsókn.

 

4. Til kynningar.

4.1 Ársskýrsla HAUST 2016,

     Lögð fram til kynningar.

4.2 Fundargerð 135. fundar HAUST,

     Lögð fram til kynningar.

4.3 Umsókn um byggingarleyfi á Hafnargarðinum frá Handverksmarkaðnum.  Framlenging á lóðarsamningi vegna Hafnargarðsins, bókun.

Borist hefur bréf frá Elfu Hlín Pétursdóttur fh. Hafnarmarkaðsins þar sem fram kemur að markaðurinn sem umráðandi lóðar leggist ekki gegn útgáfu byggingarleyfis fyrir fyrirhugað hús Handverksmarkaðarins.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki bæjarráðs sem lóðarhafa og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Fyrirvari er einnig gerður varðandi lóðarréttindi ef fram kemur formleg umsókn um lóðina.

 

5. Afbrigði garðalosunarsvæði.

Umhverfisnefnd áréttar að tæma á garðaúrgang úr ruslapokum á losunarsvæði og ganga vel um svæðið. Umhverfisnefnd samþykkir að óska eftir að áminning um þetta verði sett á heimasíðuna. Umhverfisnefnd beinir því til bæjarverkstjóra að láta hreinsa svæðið.

  

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.45.