Umhverfisnefnd 25.01.16

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Mánudaginn 25. janúar 2016 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir auk byggingarfulltrúa Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Páll Þór Guðjónsson, Halla Dröfn Þorsteinsdóttir. Dagný Ómarsdóttir mætti ekki og enginn fyrir hana.

 

Gerðir fundarins:

1. Norðurgata 8 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga.

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga að Norðurgötu 8 frá Margréti Guðjónsdóttur og Brynjari Skúlasyni. Meðfylgjandi eru teikningar sem unnar eru af Símoni Ólafssyni og Sveini Hallgrímssyni dagsettar 1. desember 2015. Umhverfisnefnd samþykkti á síðast fundi að senda erindið í grenndarkynningu. Frestur til að skila athugasemdum rann út 11. janúar sl. Athugasemdir bárust frá einum aðila í kjölfar grenndarkynningar auk þess sem tvær athugasemdir bárust frá íbúum í kaupstaðnum.

Jafnframt liggur fyrir bréf Minjastofnunar til Margrétar Guðjónsdóttur frá 7. desember sl. þar sem fram kemur umsögn stofnunarinnar um byggingaráformin. Einnig liggur fyrir umsögn Minjastofnunar um athugasemdirnar sem bárust í kjölfar grenndarkynningar sem byggingarfulltrúi óskaði eftir.

Umhverfisnefnd fór ítarlega yfir fram komnar athugasemdir og umsagnir Minjastofnunar.

Norðurgata 8 aðalbyggingin.

Varðandi athugasemdir við byggingaráform hvað varðar breytta notkun þá sér umhverfisnefnd ekki annmarka á að breyta þessu húsi í gistirými. Varðandi athugasemdir við útlit hússins telur umhverfisnefnd að með því að senda allar deili og sérteikningar af gluggum og gluggafrágangi, hurðum, þakbrúnum og svölum til Minjastofnunar eins og áskilið er í umsögn hennar sé tryggt að útlitið fullnægi kröfum um útlit og hverfisvernd. Nefndin telur að þau byggingaráform sem hér eru kynnt færi húsið að miklu leyti í upprunalegt horf að utan.

Umhverfisnefnd samþykkir að heimila byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir breytingar á Norðurgötu 8 þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Norðurgata 8B bakhúsið.

Umhverfisnefnd telur ekki að teikningar af bakhúsinu geti fallið að þeim kröfum sem hverfisverndin gerir á þessu svæði. Nefndin gerir kröfu um það að efnisval, hlutföll, þakgerð og mælikvarði endurbyggðar Norðurgötu 8B falli að einkennum hinnar sögulegu byggðar. Afgreiðslu varðandi bakhúsið frestað.

2. Deiliskipulag á hafnarsvæði og Öldu.

Auglýsingu tillögunnar er lokið. Frestur til að skila athugasemdum rann út 15. janúar sl. Engar athugasemdir bárust.

Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að deiliskipulagið verði samþykkt.

3. Deiliskipulag við Árstíg, skipulagslýsing almenn kynning.

Tekið fyrir að nýju skipulagslýsing og athugasemdir við hana. Nefndin leggur til við bæjarráð að kannaðir verði möguleikar á að láta vinna hættumat vegna vegna stíflurofs Fjarðarárvirkjunar.

4. Til kynningar.

8.1   Fundargerð 126. fundar stjórnar HAUST.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.20.