Umhverfisnefnd 25.02.19
Fundargerð, fundur umhverfisnefndar 25. febrúar 2019
Mánudaginn 25.02.2019 kom umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn kl. 16:20.
Fundarmenn:
Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Auður Jörundsdóttir L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Skúli Vignisson D-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Óla Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.
Dagskrá
Erindi:
1. Lónsleira. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.
Beiðni um umsögn frá Sýslumanni vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. Lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði, og skemmtanahald. Gistileyfi í flokki II. Stærra gistiheimili. Gestafjöldi: 12. Umsækjandi er Lónsleira ehf. Kt. 540812-0550.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 21. janúar sl. þar sem nefndin lagði til við bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn um starfsleyfið. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til Umhverfisnefndar vegna formgalla.
Umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn veiti jákvæða umsögn um starfsleyfi. Nefndin vill taka fram að fyrir afgreiðslu málsins á síðasta fundi Umhverfisnefndar hafi öll tilskilin gögn legið fyrir.
2. Deiliskipulagstillaga fyrir við Hlíðarveg og Múlaveg
Deiliskipulagstillaga fyrir Hlíðarveg og Múlaveg til kynningar á vinnslustigi. Unnið er að húsakönnun. Fornleifaskráning hefst um leið og aðstæður leyfa.
Umhverfisnefnd samþykkir skipulagstillöguna eins og hún liggur fyrir.
3. Sirkus. Beiðni umsagnar vegna rekstrarleyfis.
Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfis skv. Lögum nr, 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Veitingaleyfi í flokki III. Krá. Umsækjandi er Esualc ehf. Kt. 541016-5609. Gestafjöldi ótilgreindur. Starfsstöð: Austurvegur 23, 710 Seyðisfirði. Fastanr. 216-8293
Umhverfisnefnd felur byggingafulltrúa að afla frekari upplýsinga um málið.
4. Lýsing á endurskoðun aðalskipulags
Lýsingartillaga fyrir endurskoðun aðalskipulags
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við endurskoðunina og leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst.
5. Umferðaröryggisáætlun fyrir Seyðisfjörð
Framkvæmd umferðaröryggisáætlunar.
Umhverfisnefnd felur byggingafulltrúa að afla gagna og vinna að drögum um umferðaröryggisáætlun.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 18:40.