Umhverfisnefnd 25.04.16

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Mánudaginn 25. apríl 2016 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Páll Þór Guðjónsson, Símon Þór Gunnarsson  auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.

 

Gerðir fundarins:

1. Langitangi 7 umsókn um breytingu á landnotkun í aðalskipulagi, heimild til að vinna deiliskipulag og beiðni um stækkun lóðar.

Tekin fyrir umsókn frá Aðalheiði Borgþórsdóttur dags. 22. apríl 2016 um breytingu á landnotkun á lóðinni Langitangi 7 sem er athafnasvæði í gildandi aðalskipulagi í verslun- og þjónustusvæði. Jafnframt er sótt um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir lóðina og ennfremur beiðni um stækkun lóðar um u.þ.b. 20 metra til suðurs og 20 metra til vesturs. Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að orðið verði við erindinu. Áskilið er að skilað verði umboði allra lóðarhafa áður en vinna við breytingar hefst.

 

2. Botnahlíð 13, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Borist hefur  umsagnarbeiðni embættis Sýslumannsins á  austurlandi um eftirfarandi umsókn um rekstrarleyfi á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald:

 

3. Botnahlíð 13.

Umsækjandi: Óla B. Magnúsdóttir., kt. 050251-4549.

Gististaðurinn er í flokki II skv. 3. gr. laga nr. 85/2007 (gististaður án veitinga). Um er að ræða endurnýjað leyfi.

Umsögn:

Umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að orðið verði við umsókninni.

Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar.

 

Óla vék af fundi undir þessum lið.

 

4. Til kynningar:

4.1.Fundargerð 128. fundar stjórnar HAUST.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.40.