Umhverfisnefnd 25.06.19

Fundargerð, fundur umhverfisnefndar 25. júní 2019 

Mánudaginn 24.06.2019 kom  umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal slökkvistöðvar Seyðisfjarðarkaupstaðar að Ránargötu 2 og hófst fundurinn kl. 17:15

Fundarmenn:

Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Helgi Örn Pétursson L-lista, Lilja Kjerúlf L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista, Óla Björg Magnúsdóttir B-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.

 

Dagskrá

Erindi:

1. Endurskoðun á aðalskipulagi

Um er að ræða breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðakaupstaðar 2010-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Núgildandi Aðalskipulag Seyðisfjarðar-kaupstaðar 2010-2030 var staðfest 22. desember 2010. Breytingin er gerð vegna breyttra skilmála landnotkunar á atvinnu- og iðnaðarsvæðum og íbúðarsvæðum. Einnig er gerð breyting á landnotkun í Lönguhlíð úr frístundabyggð í verslunar- og þjónustusvæði.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að endurskoðun aðalskipulags verði samþykkt og auglýst.

 

2. Deiliskipulag við Hlíðarveg og Múlaveg

Tillaga deiliskipulags við Hlíðarveg og Múlaveg var auglýst þann 15. apríl 2019 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 30. maí 2019. Athugasemdir bárust frá Minjastofnun Íslands og skipulags- og byggingarfulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar. Umfjöllun um minjar var uppfærð í samræmi við fornleifaskráningu og umfjöllun um svipmót byggðar var uppfært í samræmi við húsakönnun og athugasemdir Minjastofnunar.

 Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.

 

3. Auglýsingarskilti við þjóðveg

Kári Kárason fyrir hönd Flugfélag Austurlands  vill kanna möguleikann á því hvort hægt sé að setja upp auglýsingarskilti við þjóðveginn. Stærð skiltisins er 150*107 cm. Staðsetning, sjá myndir.

Umhverfisnefnd telur að ekki sé æskilegt að skapa fordæmi fyrir uppsetningu skilta fyrir þjónustu utan bæjarfélagsins. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að hafna erindinu.

Óla Björg mætir á fundinn kl. 18:00.

 

4. Kvarðinn, fréttablað Landmælinga Íslands

2. tölublað fréttablaðsins Kvarðans sem er fréttablað Landmælinga Íslands til kynningar.

  Lagt fram til kynningar

 

5. Múlavegur 60, byggingaleyfisumsókn

Sesselja Hlín Jónasdóttir kt. 160586-2819 sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á einbýlishúsi við Múlaveg 60. Húsið er timburhús með stálklæddu þaki. Stærð hússins er 82 m2 að grunnfleti auk 50 m2 svefnlofts. Deiliskipulagið er tilbúið til samþykktar og bíður afgreiðslu bæjarstjórnar.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina svo framarlega sem bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi deiliskipulag. Nefndin felur byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

6. Hlíðarvegur 12, byggingarleyfisumsókn

Margrét Guðjónsdóttir kt. 141281-5779 og Brynjar Skúlason kt. 081178-2919 sækja um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á einbýlishúsi við Hlíðarveg 12. Húsið verður staðsteypt á steyptum sökkli. Stærð hússins er 252,5 m2 að grunnfleti. Deiliskipulagið er tilbúið til samþykktar og bíður afgreiðslu bæjarstjórnar.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina svo framarlega sem bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi deiliskipulag. Nefndin felur byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

Gamla Apótek, umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis

Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Sótt er um í flokki II sem er gististaður án veitinga og tegund gististaðar er stærra gistiheimili. Umsækjandi er Gamla Apótekið kt. 5806281160. Heiti: Gamla Apótekið. Gestafjöldi: 6. Starfsstöð: Suðurgötu 2, 710 Seyðisfirði. Fastanr. F2168819. Forsvarsmaður: Rannveig Þórhallsdóttir kt. 090274-5709.

Umhverfisnefnd frestar málinu vegna skorts á gögnum og formgalla í umsókn.

 

7. Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði – Aldan og Bakkahverfið

Umsagnarbeiðni um matsáætlun vegna snjóflóðavarna á Seyðisfirði. Áformað er að reisa snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði undir Bjólfshlíðum með það að markmiði að bæta öryggi Seyðisfjarðar gagnvart snjóflóðum. Gert er ráð fyrir að varnargarðarnir verði þrír og nefnast þeir Bakkagarður, Fjarðargarður og Öldugarður. Framkvæmdin er háð lögum um mati á umhverfisáhrifum.

Málið var á dagskrá Umhverfisnefndar þann 13.5.2019 sl. undir lið 14.  

Umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn veiti jákvæða umsögn.

 

8. Stöðuleyfisumsókn á geymslugámi

Linus Lohmann kt. 101282-5629 sækir um stöðuleyfi fyrir 6,2 m löngum gámi við Fossgötu 7. Svæði fyrir utan lóðina sem er í eigu sveitarfélagsins.

Nefndin gerir ekki athugasemd og samþykkir erindið en minnir á Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss fyrir Seyðisfjarðarkaupstað.

 

9. Fyrirspurn um lóð

Erindinu frestað

 

10. Landshlutaáætlanir í skógrækt

Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykil hlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum. Í nýsamþykktum lögum um skóga og skógrækt (maí 2019) segir að Skógræktin skuli í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög, skógarbændur og aðra hagsmunaaðila vinna landshlutaáætlanir, þar sem útfærð sé stefna um skógrækt úr landsáætlun í skógrækt. 

 Lagt fram til kynningar

 

11. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir steypustöð

Sigurbergur Sigurðsson kt. 170844-7699 sækir um endurnýjun á starfsleyfi fyrir steypustöð sem stendur við Neptún sunnan fjarðar í Seyðisfirði. Í samræmi við ákvæði reglugerðar n5. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit hafa verið útbúin starfsleyfisdrög. Drögin eru aðgengileg á heimasíðu HAUST á eftirfarandi vefslóð: https://haust.is/index.php/auglysing-um-tillogur-ad-starfsleyfi

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið og samþykkir fyrir sitt leyti.

 

12. Strandarvegur 13 – kæra vegna útgáfu byggingarleyfis og aðalskipulags

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála móttók þann 7.06.2019 stjórnsýslukæru frá Vilhjálmi Jónssyni bæjarfulltrúa.

Umhverfisnefnd bendir á rangfærslur í kærunni. Húsnæðið er ekki skilgreint sem skólahúsnæði heldur vinnustofur og geymslur þar sem viðvera í húsinu telst ekki meiri en áður var. Húsnæðið var nýtt sem verkstæði og geymslur meðan það var í eigu Síldarvinnslunnar. Nefndin telur að það megi taka til greina að viðvera og notkun sé svipuð og í húsnæði Síldarvinnslunnar og þess vegna beri að gæta samræmis í ákvörðun sem þessari.

Teikningarnar af húsnæðinu voru uppfærðar miðað við að það yrði notað sem geymslur og vinnustofur fyrir að hámarki 10 manns. Þessar uppfærðu teikningar voru þær sem nefndin tók fyrir og gerði ekki athugasemdir við.

Fjöldi fólks starfar á svæðinu í kring sem einnig er skilgreint sem C svæði hættumats snjóflóða og aurskriðu. Nefndin telur að mikilvægara sé að efla viðbragðsáætlanir, frekar en hefta nýtingu á húsnæðinu sem fyrir er.

Nefndin tekur undir að umgjörðin þurfi að vera skýr en mótmælir því að málið sé rekið sem pólitískt viðfangsefni og bendir á að erindið hafi verið samþykkt samróma af fulltrúum allra flokka.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 20:40.