Umhverfisnefnd 26.03.18

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar 

Mánudaginn 26. mars 2018 kom umhverfisnefnd saman til fundar á bæjarskrifstofu Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Páll Þór Guðjónsson, Dagný Ómarsdóttir og Halla Dröfn Þorsteinsdóttir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.

 

Gerðir fundarins:

1. Hafnargata 2, umsókn um nýtt byggingarleyfi fyrir hluta framkvæmdar.

Tekin fyrir að umsókn um byggingarleyfi vegna hluta framkvæmda við breytingar að Hafnargötu 2. Meðfylgjandi eru teikningar af breytingunum dagsettar 6.3.2018 frá Verkís

Auk þess fylgir bréf frá Þorsteini Erlingssyni byggingarstjóra þar sem koma fram frekari skýringar á ástæðu fyrir þessar umsókn um skiptingu framkvæmdar í tvö byggingarleyfi.

Fram kemur í tölvpósti frá eldvarnareftirliti dagsettum 26. mars 2018 að gerðar eru athugasemdir við gistirými á svefnlofti.  

 

Umhverfisnefnd samþykkir að vísa málinu til frekari umfjöllunar hjá eldvarnareftirliti.

 Afgreiðslu frestað.

 

2. Fossgata 4.

Tekið fyrir erindi frá eigendum Fossgötu 4 þar sem farið er fram á að skráningu hússins verði breytt úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.  Umhverfisnefnd bendir á að til þess að breyta skráningu hússins þarf að sækja um byggingarleyfi. Vegna þess að húsið stendur á hættusvæði er hins vegar óheimilt samkvæmt lögum um varnir gegn ofanflóðum nr. 49/1997 að breyta notkun þess úr atvinnuhúsnæði yfir í íbúðarhúsnæði.

 

3. BR tilkynning fundargerð 2422-1 svæðisskipulag, verkefnislýsing.

Umhverfisnefnd sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við verkefnislýsinguna.

 

4. BR tilkynning fundargerð 2422-1.2 breyting á lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að hún samþykki að taka undir sérálit Samtaka atvinnulífsins og Sambands íslenskra sveitafélaga

 

5. BR tilkynning fundargerð 2422-1.3 landsáætlun um uppbyggingu innviða.

Frestur til að senda inn umsagnir er liðinn.

 

6. Strandarvegur 21 umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Nord Marina.

Strandarvegur 21, Gistileyfi í flokki III. – Gistiskáli/Stærra gistiheimili.

Umsækjandi: Nord Marina kt. 610316-0930.

Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki III, stærra gistiheimili skv. 3. gr. laga nr. 85/2007. Matshlutanúmer virðast ranglega tilgreind í umsagnarbeiðni en þar er aðeins getið um mhl. 02 en samkvæmt umsókninni virðist vera sótt um fyrir bæði mhl. 13 og mhl. 02 Gestafjöldi 37.

Lokaúttekt hefur ekki farið fram á matshluta nr. 13 og þar hefur ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsinu. Starfsemi er því ekki í samræmi við byggingarskilmála.

Húsið stendur á svæði þar sem skilgreind landnotkun er hafnarsvæði samkvæmt aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030. Ennfremur er svæðið á hættusvæði C samkvæmt Hættumati fyrir Seyðisfjörð frá 2002. Starfsemi er því ekki í samræmi við skipulagsskilmála.

Ekki eru til reglur um afgreiðslutíma gististaða.

Umsögn Haust liggur ekki fyrir.

Umsögn eldvarnareftirlits liggur ekki fyrir.

Umhverfisnefnd leggur til að bæjarráð veiti neikvæða umsögn vegna þessarar umsóknar á grundvelli þess sem að ofan er talið.

 

7. Stefnumótun drög til yfirferðar.

Umhverfisnefnd fór yfir drög að stefnumótun og lýsti yfir ánægju með drögin. Nefndarmenn sammæltust um að fara betur yfir drögin og senda ábendingar á Dagnýju á næstu dögum.

 

8. Bréf frá eigendum Oddagötu 4B.

Umhverfisnefnd tekur undir með bréfritara að ástandið við húsið sé ekki nógu gott. Umhverfisnefnd bendir á að í gildi er deiliskipulag á svæðinu. Varðandi lagfæringar til skamms tíma leggur umhverfisnefnd til að bæjarráð láti bera ofan í svæðið fyrir framan húsið í samráði við íbúa. Varðandi gatnagerð og fjármögnun hennar þá vísar umhverfisnefnd á bæjarráð í því sambandi en leggur til að þetta svæði verði í forgangi við áætlanagerð á næsta ári. Varðandi snjómokstur vísar umhverfisnefnd þeirri fyrirspurn á bæjarráð og bæjarverkstjóra.

 

9. Til kynningar.

9.1 Strandarvegur 21, bréf byggingarfulltrúa til lögmanns Nord Marina vegna afgreiðslu á erindi Nord Marina um samþykkt reyndarteikninga.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30.