Umhverfisnefnd 27.02.17

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Mánudaginn 27. febrúar 2017 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, og Páll Þór Guðjónsson auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.  Páll óskar eftir afbrigði að taka fyrir erindi varðandi skilti. 

 

Gerðir fundarins:

1. Hafnargata 2 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga.

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga að Hafnargötu 2 frá Fagurhól ehf. dagsett 26. janúar 2017. Breytingarnar felast í að breyta rafmagnsverkstæði og bankaútibúi í gistihús.  Borist hafa nýjar teikningar af breytingunni, grunnmyndir, dagsettar 23. febrúar 2017 frá Verkís ásamt bréfi frá byggingarstjóra Þorsteini Erlingssyni. Fyrir liggur umsögn eldvarnareftirlits en umsagnir Haust og Vinnueftirlits hafa ekki borist.

Umhverfisnefnd telur ekki að þessi breyting hafi grenndaráhrif á eigendur fasteigna í nágrenninu og því sé ekki þörf á grenndarkynningu.

Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn berast.

 

2. Vesturvegur 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Vesturvegur 8,

Umsækjandi: Lucinda. Friðbjörnsdóttir., kt. 021070-5489.

Gististaðurinn er í flokki I skv. 3. gr. laga nr. 85/2007. Um er að ræða breytingu á gildandi rekstrarleyfi. Gestum fjölgar úr 2 í 8.

Umsögn:

Umhverfisnefnd sér sér ekki fært að samþykkja þessa breytingu með vísan til nýrra laga um veitinga- og gististaði.

 

3. Þjónustuhús á hafnarsvæði umsókn um byggingarleyfi.

Borist hefur umsókn um byggingarleyfi fyrir þjónustuhús á Hafnargarðinum. Ekki liggur fyrir samþykki lóðarhafa. Bæjarstjóri mætti á fund til að fara yfir málið og tók að sér að hafa samband við aðila varðandi að skýra málið. Afgreiðslu frestað.

 

4. Oddagata 1 bréf eiganda varðandi breytingar á húsinu.

Umhverfisnefnd fór yfir bréfið. Nefndin telur að breytingar á húsinu kalli á leyfisveitingu nefndarinnar og óskar eftir fullnægjandi gögnum hið fyrsta.

 

5. Túngata 12 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á geymslu í litla íbúð.

Ný aðalteikning af fyrirhugaðri breytingu hefur borist. Umhverfisnefnd vísar til samþykktar á fundi þann 12. desember 2016 varðandi grenndarkynningu.

 

6. Til kynningar:

6.1.133. fundargerð HAUST. 

Lagt fram til kynningar.

 

7. Afbrigði skiltamál:

Umhverfisnefnd samþykkir að óska eftir upplýsingum frá bæjarráði varðandi fjárveitinga 2017 til kaupa á skiltum til götumerkinga.-

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.40.