Umhverfisnefnd 27.02.18

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Þriðjudaginn 27.  febrúar 2018 kom umhverfisnefnd saman til fundar á bæjarskrifstofu Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Páll Þór Guðjónsson, Dagný Ómarsdóttir og Halla Dröfn Þorsteinsdóttir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.

 

Gerðir fundarins:

 

1. Eftirlegukindur í Bjólfinum sbr. erindi frá MAST.

Farið yfir bréf MAST dagsett 6. febrúar sl. vegna kinda í Bjólfinum og fleiri gögn. Umsjón með fjallskilum er undir umsjón bæjarverkstjóra. Nefndin tekur undir kröfu MAST og hvetur til þess að leitast verði við að ná þeim kindum sem eftir eru eftir því sem aðstæður leyfa og án þess að stefna mannskap í hættu vegna aðstæðna í fjallinu.

 

2. Loftgæðamælar könnun.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að kanna kostnað og fyrirkomulag við að mæla loftgæði og hvort sá kostnaður rúmast innan fjárheimilda ársins.

 

3. Vesturvegur 4 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga.

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á Vesturvegi 4 frá Rúnar Laxdal Gunnarssyni. Meðfylgjandi eru teikningar af breytingunum dagsettar 19.12.2017 frá Stúdíó Norður. Aðalhönnuður Guðmundur Ó. Unnarsson.

Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands þar sem fram kemur að hún gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

4. Nord Marina reyndarteikning af breytingum að Strandarvegi 21. Bréf frá lögmanni Nord Marina vegna málsins.

Borist hefur bréf lögmanns vegna afgreiðslu nefndarinnar á erindi Nord Marina varðandi reyndarteikningar. Nefndin felur byggingarfulltrúa að óska eftir áliti MVS á erindi lögmannsins og leiðbeiningum varðandi túlkun á reyndarteikningum og að svara bréfi lögmannsins.

 

5. Til kynningar.

5.1 Fundargerð 139. Fundar HAUST.

Lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.10.