Umhverfisnefnd 28.01.19

Fundur umhverfisnefnd verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, 28. janúar 2019 og hefst kl. 16:15 og slitið kl.18.45.

 

Fundarmenn: 

Ágúst Torfi Magnússon, Formaður. Skúli Vignisson, aðalmaður. Sveinn Ágúst þórsson, aðalmaður. Auður Jörundsdóttir, aðalmaður. Jón Halldór Guðmundsson, aðalmaður. Óla Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi.

Dagskrá.

 

Erindi.

1. Breyting á aðalskipulagi Fjarðarbyggðar 2007 – 2027.

Tillaga að breyting á aðalskipulagi Fjarðarbyggðar vegna stækkunar hafnarsvæðis á leirunni á Eskifirði, ásamt umhverfisskýrlsu.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytingartillögu.

 

2. Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028.

Tillaga að breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna breyttrar landnotkunnar jarðarinnar Grund á Jökuldal þar sem frístundasvæði verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytingartillögu.

 

3. Deiliskipulag við Hlíðarveg

Tilboð í fornleifaskráningu frá Fornleifastofu fyrir deiliskipulag við Hlíðavegs/Múlavegs 

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að gengið verði að tilboði Fornleifastofunnar.

 

4. Landfræðilegar upplýsingagögn sveitarfélaga.

Erindi frá Þjóðskrá þar sem óskað er eftir samvinnu við Seyðisfjarðarkaupstað um söfnun á hnitsettum eignamörkum í stafrænum gagnagrunni, eigindi og eigindalýsingu gagna og heimild til frekari miðlunar á gögnum.

 

Umhverfisnefnd leggur til að gengið verði til samvinnu við Þjóðskrá.

 

5. Könnun um nöfn á nýbýlum og breyting á nöfnum býla.

Nafnafræðisviði Stofnunnar Árna Magnússonar óskar eftir upplýsingum um nafnagiftir býla frá því að lög um örnefni (22/2015) tóku gildi.

 

Byggingarfulltrúa falið að bregðast við erindi.

 

6. Breyting á lögum um mannvirki nr.160/2010 og  byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Lagt fram til kynningar.

 

7. Opnun byggingargáttar á heimasíðu Mannvirkjastofnunar.

Lagt fram til kynningar.

 

8. Lónsleira 7, umsagnarbeiðni sýslummanns vegna umsóknar Lónsleiru ehf . um rekstrarleyfi.

Umsækjandi:Lónsleira ehf. 540812-0550, sækir um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki 2. – Stærra gistiheimili.  Gestafjöldi 12.

 

Umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn veiti jákvæða umsögn um starfsleyfi.

 

9. Bryggjan Hafnargata 53A. Seyðisfirði.

Ósk um leiðréttingu á skráningu bryggju að Hafnargötu 54A.

 

Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa málið til úrlausnar.

 

10. Strandarvegur 21, umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Nord Marina um rekstrarleyfi.

Umsækjandi Nord Marina ehf. 610316-0930, sækir um rekstarleyfi fyrir gististað í flokki 3. – Stærra gistiheimili. Gestafjöldi 37

 

Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu umsagnar. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn skoði breytingu á aðalskipulags þar sem ferðaþjónusta verði talin partur af hafnsækinni starfsemi. Byggingarfulltrúa falið að leita samstarfs við Vegagerðina og Ofanflóðasjóð um forvarnir á þeim svæðum sem flóð geta fallið.

 

Byggingarfulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson