Umhverfisnefnd 28.05.18

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Mánudaginn 28.  maí 2018 kom umhverfisnefnd saman til fundar á bæjarskrifstofu Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir og Dagný Ómarsdóttir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð. Halla Dröfn boðaði forföll og varamaður komst ekki.

 

Gerðir fundarins:

1. Hafnargata 2, umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Media Luna um rekstrarleyfi.

Hafnargata 2, Gistileyfi í flokki II. – Stærra gistiheimili.

Umsækjandi: Fagurhóll ehf., kt. 520303-3220.

 

Sótt er um gististað í flokki II, stærra gistiheimili skv. 3. gr. laga nr. 85/2007. Um er að ræða nýtt  rekstrarleyfi. Gestafjöldi 11.

Öryggisúttekt hefur farið fram og starfsemi er að öðru leyti í samræmi við byggingarleyfi.

Húsið stendur á svæði þar sem skilgreind landnotkun er blönduð byggð, verslun og þjónusta og íbúðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030.  Samkvæmt 2. gr. 4. mgr. í reglugerð nr. 1277/2016 telst stærra gistiheimili vera gisting í atvinnuhúsnæði. Starfsemi er því í samræmi við skipulagsskilmála.

Ekki eru til reglur um afgreiðslutíma gististaða. Umsögn Haust liggur fyrir og er neikvæð.

Umsögn eldvarnareftitlits liggur fyrir.

Umhverfisnefnd leggur til að bæjarráð veiti jákvæða umsögn vegna þessarar umsóknar á grundvelli þess sem að ofan er talið.

 

2. Angró, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi.

Umhverfisnefnd samþykkir að veita jákvæða umsögn um þessa umsókn.

 

3. Strandarvegur 21, umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Nord Marina um rekstrarleyfi.

Nefndin afgreiddi umsókn um sama erindi á fundi sínum 26. mars sl.  Frekari gögn frá umsækjanda bárust rétt fyrir fund og hefur nefndin því ekki haft tíma til að kynna sér þau. Afgreiðslu frestað.

 

4. Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs til umsagnir, Kröflulína III breytt lega.

Umhverfisnefnd sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við tillöguna.

 

5. BR tilkynning fundargerð 2429-5.2 skógarafurðir minnkun  förgunarkostnaðar.

Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að hún láti skoða svæðið utan við garðaúrgangssvæðið í skyni.

 

6. Til kynningar.

 

6.1 Fundargerð 141 fundar heilbrigðisnefndar.

Lögð fram til kynningar.

6.2 Náttúrustofa Austurlands, skýrsla um vöktun.

Lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.10.