Umhverfisnefnd 30.01.17

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Mánudaginn 30. janúar 2017 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Halla Dröfn Þorsteinsdóttir og Margrét Guðjónsdóttir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.  

 

Gerðir fundarins:

1. Hafnargata 2 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga.

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga að Hafnargötu 2 frá Fagurhól ehf. dagsett 26. janúar 2017. Breytingar felast í að breyta rafmagnsverkstæði og bankaútibúi í gistihús.  Meðfylgjandi eru drög að grunnmynd, ófullgerð teikning frá Verkís. Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu þar til fullnægjandi gögn berast.

 

2. Botnahlíð 33, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

 

Botnahlíð 33,

Umsækjandi: María G. Jósepsdóttir., kt. 240688-3369.

Gististaðurinn er í flokki I skv. 3. gr. laga nr. 85/2007 (heimagisting). Um er að ræða nýtt leyfi.

 

Umsögn:

Umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að orðið verði við umsókninni.

Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar.

 

3. Slysavarnargangan 2016.

Borist hefur skýrsla úr slysavarnargöngunni 2016 og bókun bæjarráðs þar sem þessu erindi slysavarnardeildarinnar er m.a. vísað til umhverfisnefndar til umfjöllunar. Nefndin fór yfir skýrsluna og erindið. Nefndin mun vinna tillögu að gangbrautum fyrir vorið.

 

4. BR 2383 1,2 skráning á menningarminjum, skil á gögnum.

Tekin fyrir bókun bæjarráðs varðandi meðfylgjandi bréf frá Minjastofnun um skil á gögnum.

Lagt fram til kynningar.

 

5. Breyting á aðalskipulagi 2010 – 2030 á Vesdalseyri með hliðsjón af Landskipulagsstefnu.

Lögð fram bókun bæjarstjórnar varðandi þetta mál. Umhverfisnefnd samþykkir að byggingarfulltrúi taki saman drög að samanburði á áformum um uppbyggingu á Vestdalseyri og landskipulagsstefnu fyrir næsta fund.

 

6. Þjónustuhús á hafnarsvæði umsókn um stöðuleyfi.

Borist hefur umsókn um stöðuleyfi fyrir þjónustuhús á Hafnargarðinum.  Umhverfisnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem þetta hús getur ekki fallið undir skilgreiningu reglugerðar um stöðuleyfi. Umsækjanda er því bent á að sækja um byggingarleyfi.

 

7. Matarvagn á hafnarsvæði umsókn um stöðuleyfi.

Borist hefur umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn á Hafnarsvæðinu.  Umhverfisnefnd óskar eftir frekari upplýsingum, varðandi staðsetningu, tímabil og opnunartíma og upplýsingar um gerð og útlit vagnsins. Umhverfisnefnd bendir umækjanda á að senda jafnframt erindi til hafnarstjórnar og heilbrigðiseftirlits.

 

8. Til kynningar:

8.1.132. fundargerð HAUST.

8.2.BR 2383 4 vinnsla umsagnarbeiðna.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.