Umhverfisnefnd 30.04.18

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Mánudaginn 30.  apríl 2018 kom umhverfisnefnd saman til fundar á bæjarskrifstofu Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Páll Þór Guðjónsson og Dagný Ómarsdóttir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð. Halla Dröfn boðaði forföll.

 

Gerðir fundarins:

 

1. Hafnargata 2, umsókn um nýtt byggingarleyfi fyrir hluta framkvæmdar.

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi vegna hluta framkvæmda við breytingar að Hafnargötu 2. Meðfylgjandi eru teikningar af breytingunum dagsettar 6.3.2018 frá Verkís

Auk þess fylgir bréf frá Þorsteini Erlingssyni byggingarstjóra þar sem koma fram frekari skýringar á ástæðu fyrir þessari umsókn um skiptingu framkvæmdar í tvö byggingarleyfi.

Fram kemur í tölvpósti frá eldvarnareftirliti dagsettum 4. apríl 2018 að ekki eru gerðar athugasemdir við gistirými á svefnlofti ef líta beri á það sem hluta af herberginu.  

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

2. Neyðarlínan umsókn um leyfi til að leggja rafstreng og ljósleiðara frá Þórarinsstöðum að Brekkugjá.

Tekið fyrir erindi frá Neyðarlínunni um leyfi til að  að leggja rafstreng og ljósleiðara frá Þórarinsstöðum að Brekkugjá. Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda verði jarðrask og ummerki í lágmarki.

 

3. BR umsagnarbeiðni frá nefndarsviði Alþingis, 467 mál.

Umhverfisnefnd sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við tillöguna.

 

4. BR tilkynning fundargerð 2425-2.1 kolefnisbinding í skógum.

Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að hún láti taka saman upplýsingar um stöðu skógræktarsvæða í bænum.

 

5. BR umsagnarbeiðni frá nefndarsviði Alþingis, 425 mál.

Umhverfisnefnd sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við tillöguna.

 

6. BR umsagnarbeiðni frá nefndarsviði Alþingis, 479 mál.

Umhverfisnefnd sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við tillöguna.

 

7. Strandarvegur 29 – 33, msókn um nýtt byggingarleyfi fyrir uppskiptingu hluta hússins.

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi vegna skiptingar hluta hússins, nánar til tekið matshluta 09 í fjórar einingar.

Umsagnir liggja fyrir frá Haust, vinnueftirliti og eldvarnareftirliti.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

8. Til kynningar.

8.1 Fundargerð 140 fundar heilbrigðisnefndar.

Lögð fram til kynningar.

8.2 Strandarvegur 21, bréf Veðurstofunnar vegna erindis Nord Marina um samþykkt reyndarteikninga. Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.05.