Umhverfisnefnd 30.05.17

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Þriðjudaginn 30. maí 2017 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Símon Þór Gunnarsson og Páll Þór Guðjónsson auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.  Byggingarfulltrúi óskar eftir afbrigði að taka fyrir erindi varðandi byggingarleyfisumsókn fyrir breytingar að Austurvegi 23 og Skólavegi 1. Samþykkt samhljóða. Páll óskar eftir afbrigði varðandi hreinsunardag. Samþykkt samhljóða.

 

Gerðir fundarins:

1. Hafnargata 2 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga.

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga að Hafnargötu 2 frá Fagurhól ehf. dagsett 26. janúar 2017. Breytingarnar felast í að breyta rafmagnsverkstæði og bankaútibúi í gistihús.  Borist hefur bréf frá hönnuði þar sem hann færir rök fyrir útfærslu stiga upp á svefnloft, dagsett 23. maí 2017  frá Verkís. Umhverfisnefnd gerði athugasemd við útfærslu á stiga sem uppfyllir ekki grein 6.4.9. í byggingarreglugerð.

Mættur á fund Magnús Björnsson fh. Fagurhóls ehf. til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri varðandi stiga upp á svefnloft í framhaldi af afgreiðslu nefndarinnar á síðasta fundi. Hann telur að það eigi að líta á stigann upp á svefnloftið á sama hátt og stiga upp í efri koju.

Formaður gerði grein fyrir samtali sem hann átti við fulltrúa Mannvirkjastofnunar um málið þar sem kom skýrt fram að um er að ræða stiga fyrir almenna umferð þar sem um gistiheimili er að ræða. Umhverfisnefnd lítur svo á að umferð um stigann flokkist sem almenn umferð og getur ekki fallist á að stiginn verði ekki gerður samkvæmt kröfum í byggingarreglugerð grein, 6.4.9. Afgreiðslu frestað.

 

2. Angró, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi.

Umhverfisnefnd samþykkir að veita jákvæða umsögn um þessa umsókn.

 

3. Lunga, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi. 

Umhverfisnefnd samþykkir að veita jákvæða umsögn um þessa umsókn.

 

4. Borgarfjarðarhreppur skipulagstillaga á vinnslustig umsagnarbeiðni. 

Umhverfisnefnd hefur enga athugasemd við þessa skipulagstillögu

 

5. Fljótsdalshérað skipulagstillaga á vinnslustig umsagnarbeiðni.

Umhverfisnefnd hefur enga athugasemd við þessa skipulagstillögu

 

6. Austurvegur 51 umsókn um leyfi til að rífa inngönguskúr.

Tekin fyrir umsókn frá Lilju Kjerulf um leyfi til að rífa inngönguskúr við húsið. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar sem ekki gerir athugasemdir við þetta erindi.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

 

7. BR 2397 1.1. Forvarnir - umferðaröryggi.

  1. Í erindinu er óskað eftir umfjöllun um forvarnir og umferðaröryggi. Umhverfisnefnd hefur unnið úttekt á gangbrautum í vetur og telur að fjölgun þeirra og úrbætur ættu að auka öryggi. Umhverfisnefnd samþykkir að vinna áfram að flokkun og forgangsröðun úrbóta með hliðsjón af öryggi vegfarenda.

Umhverfisnefnd samþykkir að óska eftir aukafjárveitingu allt að 5 milljónum til að bæta við gangbrautum og gangstéttum.

 

8. Oddagata 1 beiðni um lokun götu.

Tekið fyrir erindi frá Helga Gunnarsson f.h. eigenda Bjólfsgötu 4 og Oddagötu 1 um að loka Oddagötu á móti þessum húsum. Jafnframt liggur fyrir bréf frá Sigveigu Gísladóttur og Vilhjálmi Ólafssyni eigendum og íbúum Oddagötu 4B og tövubréf frá Hjalta B. Axelssyni lögreglumanni um sama mál. Umhverfisnefnd getur ekki fallist á lokun götunnar eins og umsækjandi fer fram á. Umhverfisnefnd samþykkir að vísa til bæjarráðs að láta skoða úrbætur á þeim öryggisþáttum sem athugasemdir hafa verið gerðar við, t.d. að fjarlægja tré sem byrgja útsýni á gatnamótum Oddagötu og Bjólfsgötu.  

 

9. Alþingi 406. mál til umsagnar. Frumvarp til laga um landgræðslu.

Erindið kynnt.

 

10. Alþingi 407. mál til umsagnar. Frumvarp til laga um skóga og skógrækt.

Erindið kynnt.

 

11. Alþingi 408. mál til umsagnar Frumvarp til laga um haf og strandsvæði.

Erindið kynnt.

 

12. Fjárhagsáætlun 2018.

Tekin fyrir gögn vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Umhverfisnefnd vinnur áfram að undirbúningi fyrir næsta fund.

 

13. Afbrigði varðandi breytingar að Austurvegi 23

Borist hafa drög að breytingum á húsnæðinu að Austurvegi 23. Drögin kynnt, afgreiðslu frestað.

 

14. Afbrigði varðandi breytingar að Skólavegi 1

Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá bæjarstjóra varðandi breytingar að Skólavegi 1. Um er að ræða að setja upp heimilsfræðistofu í kennslustofu að Skólavegi 1. Meðfylgjandi er drög að uppröðun frá skólastjóra.  Afgreiðslu frestað.

 

15. Afbrigði varðandi hreinsunardag

Umhverfisnefnd beinir því til að bæjarráðs að skipuleggja og auglýsa hreinsunardag á vordögum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.20.