Umhverfisnefnd 31.10.16

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar 

Mánudaginn 31. október 2016 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Páll Þór Guðjónsson, Halla Dröfn Þorsteinsdóttir og Dagný Ómarsdótti auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.  

 

Gerðir fundarins:

1. Hafnargata 47 umsókn um leyfi fyrir stoðvegg.

Tekin fyrir umsókn um leyfi til að steypa stoðvegg við enda Hafnargötu 47 frá Ágústi Þór Margeirssyni, Mannvit f.h. Gullbergs hf.  dags. 7. október sl. Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda séu fallvarnir tryggðar með öruggum hætti og í samræmi við byggingarreglugerð. Nefndin beinir því til fyrirtækisins að skoða betur enn frekari fallvarnir.

2. Botnahlíð 33, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Tekin fyrir að nýju að beiðni bæjarráðs umsókn um leyfi til sölu gistingar að Botnahlíð 33. Fyrir liggur umsögn frá Skipulagsstofnun þar sem fram kemur að gistiskáli eigi almennt ekki heima í þéttbýli og breyting úr íbúðarhúsi í gistiskála kalli á nýtt byggingarleyfi.

Umhverfisnefnd getur á grundvelli álits Skipulagsstofnunar ekki fallist á að að umsókn um leyfi til sölu gistingar í gistiskála/sumarhúsi að Botnahlíð 33 samræmist skipulagsskilmálum á svæðinu.

3. Rarik umsókn um stöðuleyfi fyrir gám.

Borist hefur umsókn frá Rarik um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám með færanlegri varavél að Garðarsvegi 15. Gert er ráð fyrir að þurfi leyfi til 4 – 6 mánaða.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4. Vestdalseyri, aðalskipulagsbreyting skipulagslýsing, kynning, umsagnir

Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun, Farice, Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Haust og Veðurstofunni. Umhverfisnefnd fór yfir allar umsagnir og samþykkir að vísa þeim til bæjarstjórnar til frekari umfjöllunar. Nefndin telur að næsta skref í málinu sé að láta vinna hættumat vegna ofanflóða fyrir svæðið.

5. Breyting á aðalskipulagi 2010 – 2030, drög að skipulagslýsingu.

Lögð fram drög að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi er varðar breytta skilmála varðandi íbúðabyggð og breytta landnotkun í Lönguhlíð. Umhverfisnefnd samþykkir að gera líka breytingar á iðnaðar og atvinnusvæðum er varðar gáma. Umhverfisnefnd samþykkir skipulagslýsinguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst og kynnt og send til umsagnar.

6. Vesturvegur 4, umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga.

Borist hefur erindi samanber umsókn á síðasta fundi um breytingu á Vesturvegi 4. Meðfylgjandi eru nýjar aðalteikningar af breytingum á húsinu. Teikningarnar eru unnar af Helga Steinari Helgasyni hjá Tvíhorf Arkitekum dags. 28.10. 2016. Um er að ræða nýjan kvist á norðurhlið. Fyrir liggur jákvæð umsögn húsafriðunarnefndar.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist.

7. Til kynningar:

7.1.131 fundargerð HAUST. 

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.40.