41. fundur velferðarnefndar 04.09.18
41. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar
Fundur haldinn þriðjudaginn 4. september í fundarsal íþróttamiðstöðvar. Hófst klukkan 16.00.
Mætt á fundinn :
Guðrún Ásta Tryggvadóttir, formaður, L-lista
Arnar Klemensson, varaformaður, L-lista
Cecil Haraldsson, L-lista
Bergþór Máni Stefánsson, D- lista
Eygló Björg Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi
Lilja Finnbogadóttir, D-lista boðaði forföll
Varamenn boðaðir á fundinn :
Elva Ásgeirsdóttir, D-lista mætt
Arna Magnúsdóttir, L-lista boðaði forföll
Ósk Ómarsdóttir, L-lista boðaði forföll
Hildur Þórisdóttir, L-lista boðaði forföll
Daníel Björnsson, D- lista boðaði forföll
Snædís Róbertsdóttir áheyrnarfulltrúi, B-lista boðaði forföll
Fundarefni :
1. Erindisbréf, kynning
Formaður bauð nýkjörna velferðarnefnd velkomna til starfa og kynnti erindisbréf hennar.
2. Kosning ritara
Formaður leggur til að Eva Jónudóttir verði fundarritari nefndarinnar.
Velferðarnefnd samþykkir tillöguna með öllum greiddum atkvæðum.
3. Starfshættir og siðareglur
Siðareglur kjörinna fulltrúa sem samþykktar voru af bæjarstjórn 11. júní 2013 og staðfestar af Innanríkisráðuneytinu, liggja fyrir fundinum ásamt yfirliti yfir ýmis lög og reglur er varða störf kjörinna fulltrúa.
Nefndarmenn í velferðarnefnd samþykkja fyrir sitt leyti siðareglur kjörinna fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 11. júní 2013.
Ákveðið að formaður sendi öll fundargögn saman í einum tölvupósti. Formaður leggur áherslu á að fulltrúar séu vel upplýstir / lesnir fyrir fundi og segir frá því að öll fundargögn verði send hvoru tveggja á aðalmenn og varamenn.
4. Drengskaparheit um þagnarskyldu 2018-2022
Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fulltrúar sem ekki höfðu tök á að mæta á fundinn skulu mæta á bæjarskrifstofu og undirrita drengskaparheit um þagnarskyldu hjá þjónustufulltrúa.
5. Fundartími
Formaður leggur til að fundir nefndarinnar verði haldnir þriðja þriðjudag í mánuði klukkan 17. Fundað skal í fundarsal íþróttamiðstöðvar að öllu óbreyttu.
Velferðarnefnd samþykkir fasta fundartíma 3. þriðjudag í mánuði klukkan 17.
6. Tillaga um uppfærslu erindisbréfs og breytingu á nefnd
Drög að nýju erindisbréfi liggja fyrir fundinum. Umræður. Máli frestað.
„Velferðarnefnd óskar eftir kynningu á þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á erindisbréfi nefndar.“
7. Fjárhagsáætlun 2019.
Gögn um fjárhagsáætlun liggja fyrir fundinum. Umræður. Frestað til næsta fundar.
Óskað er eftir því við forstöðumenn félagsmiðstöðvar, íþróttamiðstöðvar, sundhallar og þjónustufulltrúa að drög að starfs- og fjárhagsáætlun verði tilbúin fyrir næsta fund nefndarinnar þann 25. september. Samþykkt að boða forstöðumenn á þann fund.
“Velferðarnefnd óskar eftir því við bæjarráð að fá fulla fjárhagslega sundurliðun á þeim málaflokkum sem undir nefndina heyra fyrir 18. september.”
8. Félagsmiðstöð
Umræður. Frestað til næsta fundar.
9. Ungmennaráð
Erindisbréf ungmennaráðs skoðað og tillaga frá íþróttafulltrúa að breytingu.
„Velferðarnefnd lýsir yfir stuðningi sínum við tillögu íþróttafulltrúa.“
10. Aðgengi hreyfihamlaðra að opinberum stofnunum sem og einkafyrirtækjum í bænum.
Umræður um aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
11. Erindi sem hafa borist :
- Áskorun bæjaryfirvalda um heilbrigðismál.
Velferðarnefnd tekur heilshugar undir áskorun bæjarstjórnar.
- Tilnefning í samráðshóp um skíðasvæðið í Stafdal.
Tilnefndur er Cecil Haraldsson.
- Nýtt erindisbréf um vinnuhóp vegna knattspyrnuvallar.
Lagt fram til kynningar.
- Alda, ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingar lýðræðisins.
Lagt fram til kynningar.
- Aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarf (frá mennta- og menningamálaráðuneytinu).
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 18.55
Fundargerð á 4 bls.