42. fundur velferðarnefndar 30.10.18
42. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar
Fundur haldinn þriðjudaginn 30. október í Silfurhöllinni kl 16:15.
Mætt á fundinn:
Arna Magnúsdóttir formaður L-lista,
Cecil Haraldsson L-lista,
Elva Ásgeirsdóttir D-lista,
Bergþór Máni Stefánsson D-lista,
Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð
Arnar Klemensson L- lista og Eygló Björg Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista boðuðu forföll. Enginn varamaður mætti í stað þeirra.
Einnig boðuð: Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu-, menningar- og íþróttarfulltrúi kl 16:15 vegna liðar 1 og 2 og Örvar Jóhannson formaður Hugins kl 16:45 vegna liðar 2.
Formaður óskaði eftir afbrigðum að bæta inn sem lið nr. 4 “Pottsöfnun – Bö potturinn”.
Fundarefni :
1. Ungmennaráð
Dagný Erla kynnti hugmyndir að nýju fyrirkomulagi á erindisbréfi fyrir Ungmennaráð.
„Velferðarnefnd samþykkir breytingartillögur atvinnu, íþrótta- og menningarfulltrúa og felur henni að klára málið í samræmi við umræður á fundinum.“
2. Íþróttafélagið Huginn
Farið yfir drög frá 2016, að samningi milli íþróttafélagsins og kaupstaðarins. Ákveðið að halda umræðu áfram á næsta fundi.
3. Fjárhagsáætlun
Umræður.
Cecil leggur fram eftirfarandi tillögu :
“Ónotað fé af fjárhagsáætlun árins 2018, á þeim kostnaðarliðum sem heyra undir velferðarnefnd, verði lagt inn á biðreikning og flutt til næsta árs. Þessi ráðstöfun hafi ekki áhrif á úthlutanir á árinu 2019.”
Tillaga opnuð til umræðu. Til máls tóku Máni og Cecil.
Tillaga borin upp til samþykktar.
Tillaga felld með 2 greiddum atkvæðum. Arna og Máni greiða atkvæði á móti. Elva situr hjá.
Cecil leggur fram eftirfarandi tillögu :
“Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að ónotaðar fjárupphæðir á þeim kostnaðarlyklum sem við á, í stofnunum er falla undir velferðarnefnd, verði nýttar á þessu fjárhagsári. Þessar upphæðir yrðu nýttar til viðhalds og tækjakaupa sem þörf er á og fram kemur í fjárhags- og starfsáætlunum forstöðumanna fyrir árið 2018.”
Umræður.
Tillaga borin upp til samþykktar.
Tillaga samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum.
4. Pottsöfnun – „Bö potturinn„
Umræður.
Fundarefnum sem eftir eru er frestað til næsta fundar, sem verður haldinn þriðjudaginn 6. nóvember.
Fundi slitið kl. 18:47.
Fundargerð á 3 bls.