49. fundur í velferðarnefnd 29.04.19

Fundargerð velferðarnefndar nr. 49 / 29.04.19

Fundur haldinn mánudaginn 29. apríl í fundarsal íþróttarhússins 2. hæð klukkan 17:00.

 

Mætt á fundinn:

Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista,

Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista,

Cecil Haraldsson, L-lista,

Elva Ásgeirsdóttir, D-lista,

Bergþór Máni Stefánsson, D-lista,

Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð

Eygló Björg Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi, B-lista, mætti ekki.

 

Boðaðar vegna liðar 1 : Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri og Dagný Erla Ómarsdóttir íþróttafulltrúi, kl 17:00. Aðalheiður mætti, Dagný boðaði forföll.

 

1. Málefni íþróttamannvirkja

Aðalheiður bæjarstjóri mætt á fundinn. Umræður um íþróttamannvirki.

 

Velferðarnefnd  þakkar bæjarstjóra kærlega fyrir komuna.

 

2. Málefni nýrra íbúa

Þjónustufulltrúi upplýsir um tvo fundi sem haldnir hafa verið með erlendum íbúum. Í framhaldi af því fóru í gang tvö íslenskukennslunámskeið - fyrir byrjendur og lengra komna - á vegum Austurbrúar. Fyrirhugaðir eru áframhaldandi fundir með hópnum.

 

Þjónustufullrúi vinnur málið áfram í samræmi við umræður á fundi.

 

3. Jafnréttisáætlun

Umræður um endurnýjun jafnréttisáætlunar.

 

Arna og Guðrún Ásta taka að sér að fylgja málinu eftir.

 

4. Öldungaráð

„Drög að erindisbréfi samþykkt, vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.“

 

5. Næsti fundur

Áætlaður þriðjudaginn 21. maí kl. 17

 

Fundargerð á 2 bls.

Fundi slitið kl. 18.33.