51. fundur í velferðarnefnd 18.06.19

Fundur Velferðarnefndar nr. 51 / 18.06.19

Fundur var haldinn þriðjudaginn 18. júní í fundarsal íþróttarhússins klukkan 17:00.

 

Mætt á fundinn:

Arna Magnúsdóttir, formaður L- lista, sem ritaði fundargerð,

Guðrún Ásta Tryggvadóttir, L-lista,

Cecil Haraldsson, L-lista,

Elva Ásgeirsdóttir, D-lista,

Bergþór Máni Stefánsson, D-lista,

Eygló Björg Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi, B-lista,

Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi, boðaði forföll

 

Fundarefni

1. Tillaga um jöfnun kolefnisspors

Cecil kynnir hugmyndir sínar varðandi jöfnun kolefnisspors kaupstaðarins.

Umræður.

 

,,Velferðarnefnd leggur til að bæjaryfirvöld Seyðisfjarðarkaupstaðar láti gera áætlun um kolefnisjöfnun bæjarins og hrindi henni í framkvæmd, m.a. með trjárækt og fleiru. Með þessu væri bærinn virkur þátttakandi í þeim markmiðum, sem íslensku þjóðinni hafa verið sett í kolefnisbindingu”.

Greinargerð:

Tillagan er lauslegar hugmyndir, sem þarfnast umræðu bæjarbúa, viðeigandi nefnda og ráða, bæjarráðs og bæjarstjórnar. Auk þess verði rætt við Skógræktarfélag Seyðisfjarðar um aðkomu að verkinu.
Verkefnið verði kynnt sem samstarfsverkefni bæjarins, íbúa, gesta og ferðamanna, sem hingað koma og verði þeim boðin þátttaka með sjálfboðavinnu og/eða fjárframlögum og verði það rækilega kynnt innan bæjar sem utan. Velferðarnefnd væntir þess að fólk muni gera sér sérstaka ferð til að taka þátt, jafnvel erlendis frá. Fjármögnun verkefnisins yrði m.a. með frjálsum framlögum.

 

2. Fundur með bæjarráði frá 22. maí sl.

Arna og Máni segja frá fundi með bæjarráði þann 22. maí sl. varðandi hugmyndir Velferðarnefndar um hugmyndir nefndar mögulegar breytingar á starfi atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa.

 

3. Hreyfivika

Sagt frá Hreyfiviku, sem gekk sæmilega. Mjög leiðinlegt veður var alla vikuna og því mögulega færri sem tóku þátt í útivistarverkefni vikunnar.

 

4. Heilsueflandi samfélag

Sagt frá frá skiltum „Vinsamlegast dreptu á bílnum“ sem nú eru komin upp við margar stofnanir og verslanir bæjarins.

 

5. Næsti fundur

Næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 20. ágúst klukkan 17.

 

Fundargerð á  bls. 2

Fundi slitið kl. 18:03