53. fundur í velferðarnefnd 19.09.19

Fundur velferðarnefndar nr. 53 / 19.09.19

Fundur haldinn fimmtudaginn 19. september í fundarsal íþróttahússins kl. 17:00.

 

Mætt á fundinn:

Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista,

Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista,

Hildur Þórisdóttir í fjarveru Cecils Haraldssonar, L-lista,

Bergþór Máni Stefánsson, D-lista,

Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi, sem ritar fundargerð

 

Elva Ásgeirsdóttir, D-lista, boðaði forföll,

Eygló Björg Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi, B-lista, boðaði forföll.

 

Mættar vegna liðar 1 kl. 17 : Jónína Brá, íþróttafulltrúi og Kristín Klemensdóttir, forstöðumaður.

Formaður óskar eftir að bæta inn afbrigði sem lið nr. 5 „Starfslýsing atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa“. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.“

 

Fundarefni

1. Íþróttamiðstöð

Undir þessum lið voru mættar Jónína Brá íþróttafulltrúi og Kristín Klemensdóttir forstöðumaður. Umræður.

 

“Velferðarnefnd leggur til að drög vegna ábyrgðaryfirlýsingar neytenda líkamsræktarinnar verði yfirfarin og lögð fyrir bæjarráð.”

“Velferðarnefnd leggur til að skoðaðar verði tæknimiðaðar lausnir varðandi þjónustu við neytendur.”

 

2. Fjárhags- og starfsáætlanir

2.1. Starfsáætlun og áhersluatriði Sundhallar.
Lagt fram til kynningar.

Velferðarnefnd ítrekar bókun sína frá síðasta fundi, lið 1.2.

“Velferðarnefnd ítrekar bókun sína frá árinu 2018 þar sem lögð var áhersla á að ástand gólfs í kringum sundlaug, plötur í lofti og skyggni við inngang yrði metið og að gerð yrði kostnaðaráætlun og leitað tilboða í viðgerðir þessara þátta”.

2.2. Starfsáætlun og áhersluatriði íþróttamiðstöðvar

Lagt fram til kynningar.

Velferðarnefnd ítrekar bókun sína frá síðasta fundi, lið 1.3.

 “Velferðarnefnd leggur áherslu á að ástand gólfa í búningsklefum á báðum hæðum og gólf og veggir í íþróttasal verði metið og að gerð verði kostnaðaráætlun og leitað tilboða í viðgerðir þessara þátta. Þá minnir velferðarnefnd enn og aftur á mikilvægi þess að finna lausn á geymslu fyrir teppi sem liggja í íþróttasal”.

2.3. Starfsáætlun og áhersluatriði þjónustufulltrúa

Lagt fram til kynningar.

2.4. Áhersluatriði velferðarnefndar

„Velferðarnefnd leggur til að í ljósi þeirrar miklu þjónustuskerðingar sem hefur verið í líkamsrækt Íþróttamiðstöðvar síðast liðið ár, að gjaldskrá hennar verði ekki hækkuð.“

 

3. Erindi frá Jafnréttisstofu : Óskað eftir tilnefningum til Jafnréttisviðurkenningar

Lagt fram til kynningar.

 

4. Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Formaður segir frá Landsfundi. Umræður.

 

5. Starfslýsing atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa

“Velferðarnefnd telur að nú sé rétti tíminn til að breyta starfi AMÍ fulltrúa með því að taka út íþróttamálin. Bent hefur verið á að starfið er of umfangsmikið og íþróttamálin eigi ekki samleið með atvinnu- og menningarmálum. Hugsanlega væri hægt að horfa til Djúpavogs og fyrirkomulagsins þar.”

 

6. Næsti fundur

Næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 15. október klukkan 17.

 

Fundargerð á 3 bls.

Fundi slitið kl. 18.47.