56. fundur í velferðarnefnd 17.12.19
Velferðarnefnd nr. 56 / 17.12.19
Fundur haldinn þriðjudaginn 17. desember í fundarsal íþróttarhússins kl. 17:00.
Mætt á fundinn:
Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista,
Ósk Ómarsdóttir í fjarveru Guðrúnar Ástu Tryggvadóttur, L- lista,
Cecil Haraldsson, L-lista,
Guðný Lára Guðrúnardóttir, D-lista,
Bergþór Máni Stefánsson, D-lista,
Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð.
Tryggvi Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, B-lista, mætti ekki.
Fundarefni
1. Íþróttamiðstöð, aðgangsstýring
Formaður segir frá niðurstöðu frá bæjarstjórnarfundi. Umræður.
„Velferðarnefnd fagnar ákvörðun bæjarstjórnar varðandi aðgangsstýringu í íþróttamiðstöðina. Nefndin leggur áherslu á að í kjölfarið verði athugað með tilboð í myndavélakerfi.“
2. Sundhöll. Viðhalds- og endurbótatillögur
Formaður upplýsir nefndina um stöðu mála út frá umræðum á bæjarráðsfundi frá 4. desember. Umræður.
3. Dagvist aldraðra
Umræður.
„Velferðarnefnd leggur til að teknar verði upp viðræður við HSA um dagvist fyrir aldraða í tengslum við Fossahlíð á Seyðisfirði.
4. Jafnréttismál
Umræður. Jafnréttisáætlun fyrir árin 2019-2023 er hjá Jafnréttisstofu og á vef kaupstaðarins.
„Velferðarnefnd hvetur forstöðumenn og stjórnendur stofnanna til að kynna sér áætlunina og koma henni í framkvæmd.“
5. Forvarnarmál
Umræður. Forvarnarmál á árinu hafa verið unnin í samvinnu við Seyðisfjarðarskóla og heilsueflandi samfélag. Fyrirhuguð er heimsókn frá KVAN í lok janúar fyrir nemendur mið- og elsta stigs, foreldra og starfsfólk.
6. Heilsueflandi samfélag
Umræður. Fundur haldinn föstudaginn 13. desember sl. þar sem unnið var að skipulagi fyrir árið 2020.
„Velferðarnefnd leggur áherslu á að verkefninu Heilsueflandi samfélagi verði haldið áfram í sameinuðu sveitarfélagi.“
7. Erindi sem hafa borist :
7.1. Birkir Karl Sigurðsson – 25.11.19 – Skáknámskeið í þínu bæjarfélagi
„Þrátt fyrir að Birkir Karl óski eftir svörum fyri 13. desember leggur velferðarnefnd til að erindið verði sent á stjórnendur Seyðisfjarðarskóla og foreldrafélög. Nefndinni lýst vel á erindið, en hefur ekki framkvæmdarfé til slíkra ákvarðana.“
7.2. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum (lausasöluyf)
Kynnt.
8. Næsti fundur
Næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 21. janúar 2020 kl. 17.
Fundargerð á 3 bls.
Fundi slitið kl. 18:30