59. fundur í velferðarnefnd 19.05.20

Velferðarnefnd nr. 59 / 19.05.20 

Fundur haldinn þriðjudaginn 19. maí í fundarsal íþróttarhússins. Fundur hófst kl. 17:00.

 

Mætt á fundinn:

Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista,

Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista,

Cecil Haraldsson, L-lista,

Guðný Lára Guðrúnardóttir, D-lista,

Bergþór Máni Stefánsson, D-lista,

Tryggvi Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,

Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð.

Tryggvi Gunnarsson mætti ekki.

 

Mætt:

Vegna liðar 1 kl 17:00 : Daði Sigfússon, staðgengill forstöðumanns íþróttamiðstöðvar. Jónína Brá Árnadóttir, AMÍ fulltrúi, var á Zoom.

Vegna liðar 2 kl. 17:30 : Guðrún Kjartansdóttir, forstöðumaður Sundhallar. Jónína Brá Árnadóttir, AMÍ fulltrúi, var á Zoom.

Svandís Egilsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvar, gat ekki mætt vegna liðar 3.

 

Fundarefni

1. Íþróttamiðstöðin

Á fundinn undir þessum lið voru mætt Daði Sigfússon, staðgengill forstöðumanns og Jónína Brá AMÍ fulltrúi sem var á zoom.

 

Vinna við að koma teppum í varanlega geymslu er langt á veg komin.

Vinna við að setja upp aðgangsstýringu að líkamsrækt fer af stað mjög fljótlega.

Umræður um að opnun verði sú sama í sumar og sl. vetur.

Umræður um mikilvægi þess að koma upp öryggismyndavél við inngang hið fyrsta.

 

„Velferðarnefnd leggur til að staðgengill forstöðumanns leiti tilboða frá  Öryggismiðstöð Island, Securitas og Nortek í öryggismyndavél við inngang.“

„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með hve mikið hefur áunnist í þeim verkefnum sem legið hafa fyrir í íþróttamiðstöð.“

 

2. Sundhöllin

Á fundinn undir þessum lið voru mættar Guðrún Kjartansdóttir, forstöðumaður, og Jónína Brá AMÍ fulltrúi sem var á zoom.

 

Hönnun varðandi aðgengismál inn í Sundhöllina er í vinnslu.

Starfsmannamál fyrir sumarið eru leyst.

Umræður um opnunartíma fyrir sumarið. Forstöðumaður hyggur á að auka opnunartíma um eina klst. á virkum dögum. Frá og með 1. júní verður því opið frá kl. 7.00-12.00.

Umræður um aukna notkun útisvæðis.

 

„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með fyrirætlanir forstöðumanns um að auka opnunartíma.“

 

3. Félagsmiðstöðin Lindin

Svandís Egilsdóttir skólastjóri afboðaði sig. Liðnum frestað.

 

4. Málefni eldri borgara

Sýnileg félagsleg útkoma á stöðu eldri borgara eftir samkomubann virðist góð. Haft hefur verið samband við alla 80 ára og eldri símleiðis á síðustu vikum vegna samkomubanns.

Félagið Framtíðin fór aftur að hittast í Öldutúni þann 12. maí sl.

Búið er að ráða í sumarafleysingu í félagslegri heimilishjálp, sem og fastan starfsmann frá 1. september.

 

5. Heilsueflandi samfélag

Verkefnastjóri segir frá „Hreyfispjöldum“ - gjöf fyrir alla 67 ára og eldri í bænum en kaupstaðurinn styrkti verkefnið um 280.000. Boðið verður upp á kynningu á spjöldunum í íþróttasalnum í haust.

Ekkert varð af fyrirhugaðri kynningu félagsmálastjóra í mars vegna samkomubanns.

Kynning á Hreyfiviku, sem verður vikuna 25.-31. maí nk.

Rætt um fyrirhugaða Pieta göngu, áætluð fyrstu helgina í júní.

 

6. Næsti fundur

Áætlaður þriðjudaginn 16. júní klukkan 17.

 

Fundargerð á 3 bls.

Fundi slitið kl. 19.04.