Velferðarnefnd 20.06.17

31. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar 

Fundur haldinn þriðjudaginn 20. júní 2017 í fundarsal íþróttahúss klukkan 16.15.

Mætt á fundinn : Svava Lárusdóttir formaður, Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttur, Arna Magnúsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð. Sigurveig Gísladóttir boðaði forföll og enginn varamaður fékkst í staðinn.

Mættar undir lið 2 kl.16:15 : Kristín Klemensdóttir forstöðumaður og Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi.

 

Fundarefni :

1. Íþróttamiðstöð; opnunartími

Kristín Klemensdóttir forstöðumaður og Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi mættu á fundinn. Rætt um breyttan opnunartíma í sumar.

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar segir möguleika á að hefðbundinn opnunartími geti tekið gildi aftur þegar fullmannað verður eftir sumarleyfi.

„Velferðarnefnd fagnar hugmynd forstöðumanns og telur hana koma til móts við óskir iðkenda.“

 

2. Skipurit, stjórnskipulag

„Velferðarnefnd óskar eftir því við bæjarráð að stjórnskipurit verði tekið til endurskoðunar og uppfærslu.“

 

3. Fjárhagsáætlun 2018

Umræður um fjárhagsáætlun.

„Velferðarnefnd mun boða forstöðumenn stofnana, sem varða nefndina, á fund í ágúst vegna starfs- og fjárhagsáætlana 2018.“

 

4. Jafnréttismál

Þjónustufulltrúi og fulltrúi velferðarnefndar undirbúa jafnréttisvinnu, í samstarfi við skólastjórnendur Seyðisfjarðarskóla, fyrir haustið 2017.

 

5. Félagsleg heimilishjálp

Þjónustufulltrúi upplýsir nefndina um að töluvert erfitt sé að átta sig almennilega á þörf fyrir félagslega heimilishjálp, þar sem ekki hefur verið starfsmaður þar í langan tíma. Þjónustufulltrúi telur mögulega þörf sem ekki er vitað um. Starfsmaður, í 50% starfshlutfalli, mun hefja störf seinni hluta sumars.

 

6. Ungmennaráð

Töluverð vinna hefur verið lögð í að reyna að manna ungmennaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar með áhugasömum einstaklingum, án árangurs.

 

7. Málefni til umræðu, vegna erindis frá SSA

Erindi, með tillögum velferðarnefndar að málefnum vegna erindis frá SSA, var sent til bæjarráðs 7. júní til umfjöllunar.

 

8. Næsti fundur.

Áætlaður þann 22. ágúst 2017.

 

Fundi slitið kl. 17.59.