40. fundar velferðarnefndar 08.05.18

40. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 8. maí á Hótel Öldunni. Hefstklukkan 16.30.

Mætt á fundinn eru Svava Lárusdóttir formaður, Sigurveig Gísladóttir varaformaður, Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð.

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir boðar forföll vegna veikinda. Dagný Ómarsdóttir sem átti að mæta undir lið 1 komst ekki á fundinn.

 

Fundarefni :

1. Sumarnámskeið 2018

Ein umsókn barst, frá Skaftfelli miðstöð myndlistar á Austurlandi.

„Velferðarnefnd mælist til að gengið verði til samninga við umsóknaraðila.“

 

2. Verkefnastaða nefndar

Velferðarnefnd ákveður að taka saman verkefnalista yfir stöðu málaflokka sem heyra undir nefndina, sem verður aðgengilegt hjá þjónustufulltrúa fyrir stjórnsýsluna.

 

3. Lagt fram til kynningar/umsagnar:

a. Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal, dags. 6. apríl 2018. Kynnt.

b. Fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélag, dags. 17. apríl 2018. Kynnt.

c. Samband íslenskra sveitarfélaga 20.04.18. Nýsköpunarverðlaun ríkis og sveitarfélaga – tilnefningarfrestur til 4. maí. Engar tilnefningar lagðar fram.  

 

Fráfarandi fulltrúar velferðarnefndar þakka samstarfið á kjörtímabilinu og óska nýjum fulltrúum velfarnaðar í starfi.

 

Fundi slitið kl. 17.11

Fundargerð á 2 bls.