39. fundur velferðarnefndar 10.04.18

39. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 10. apríl í fundarsal bæjarskrifstofu. Hefstklukkan 16.30.

Mætt: Svava Lárusdóttir formaður, Hrafnhildur Sigurðardóttir í fjarveru Sigurveigar Gísladóttur, Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir, Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð.

 

Kristín Klemensdóttir boðaði forföll.

Mætt vegna liðar 1 - 5 kl. 16:30 : Dagný Erla Ómarsdóttir

Mætt vegna liðar 2 kl. 17:00 : Guðrún Kjartansdóttir

 

Fundarefni :

1. Málefni íþróttamiðstöðvar

Íþróttafulltrúi kynnir niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir í mars 2018. Markmiðið var að kanna ánægju fólks á ræktinni í núverandi mynd og biðja fólk um að koma með hugmyndir um hvernig bæta mætti aðstöðuna. Könnunin var rafræn og birt á Facebook. Hún var nafnlaus og órekjanleg. Einnig voru útprentuð eintök í boði í íþróttamiðstöðinni. Alls svöruðu 84 manns en niðurstöður gefa ákveðna mynd af viðhorfum notenda til ræktarinnar þó þær séu ekki marktækar.

Helstu niðurstöður eru þær að 47% eru mjög ánægðir eða ánægðir með ræktina og 47% mjög óánægðir eða óánægðir með ræktina. 80% þeirra sem svöruðu eru ánægðir með opnunartímann á veturna en þegar spurt var um opnunartímann á sumrin eins og hann hefur verið hingað til voru 50% ánægðir en 50% óánægðir. Tæp 64% þátttakenda eru reiðubúnir að leggja til sjálfboðavinnu til að gera ræktina betri. Nánari niðurstöður verða birtar á vef Seyðisfjarðarkaupstaðar, sfk.is.

 

„Velferðarnefnd fagnar því framtaki að kannaður sé áhugi bæjarbúa til líkamsræktarinnar og hvetur til þess að áfram verði leitast við að þjónusta bæjarbúa sem best.“

 

2. Málefni Sundhallar

Íþróttafulltrúi kynnir niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir í mars 2018. Markmiðið var að kanna ánægju fólks á Sundhöllinni í núverandi mynd og biðja fólk um að koma með hugmyndir um hvernig mætti bæta aðstöðuna. Könnunin var rafræn og birt á Facebook. Hún var nafnlaus og órekjanleg. Alls svöruðu 70 manns en niðurstöður gefa ákveðna mynd af viðhorfum notenda til Sundhallarinnar þó þær séu ekki marktækar.

Helstu niðurstöður eru þær að 68% eru mjög ánægðir eða ánægðir með Sundhöllina en 22% frekar óánægðir. 71% þeirra sem svöruðu eru ánægðir með opnunartímann á veturna en þegar spurt var um opnunartímann á sumrin eins og hann hefur verið hingað til voru 57% ánægðir en 43% óánægðir. 65% þátttakenda eru reiðubúnir til að leggja til sjálfboðavinnu til að gera Sundhöllina betri.  Þegar þátttakendur voru spurðir hvað þyrfti að breytast til að þeir nýttu Sundhöllina betur var oftast nefnt að bæta þyrfti útisvæðið. Niðurstöður verða birtar á vef Seyðisfjarðarkaupstaðar, sfk.is.

 

„Velferðarnefnd fagnar því framtaki að kannaður sé áhugi bæjarbúa til Sundhallarinnar og hvetur til þess að áfram verði leitast við að þjónusta bæjarbúa sem best.“

 

3. Stefnumótunarskýrsla

Íþróttafulltrúi kynnti fyrir nefndinni greiningu sem hópur um velferðarmál fjallaði um í stefnumótunarvinnu fyrir Seyðisfjarðarkaupstað árið 2012 . Sú vinna kláraðist ekki á þeim tíma og þörf á að fara vel yfir greininguna með það í huga hvað eigi enn við, hvað hafi breyst og hverju stefnt er að. Umræður um málið. 

 

4. Sumarnámskeið 2018

Því miður hafa enn ekki borist neinar umsóknir við sumarnámskeiðinu.

Íþróttafulltrúi tekur að sér að auglýsa aftur

 

5. Ungmennaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar

a. Erindisbréf – endurskoðun

Atvinnu, - íþrótta,- og menningarfulltrúi leggur til að erindisbréf ungmennaráðs verði endurskoðað fyrir 1. september 2018.

„Velferðarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.“

 

b. Ungmennaráðstefna UMFÍ 2018

Atvinnu, - íþrótta,- og menningarfulltrúi segir frá ungmennaráðstefnu sem hún sótti ásamt Gunnari Einarssyni fulltrúa ungmennaráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar í mars sl. Einnig leggur hún fyrir nefndina ályktun frá ungmennaráðstefnunni.

 

„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með ályktunina og leggur til við bæjarráð að hún verði tekin til umfjöllunar þar.“

 

6. Lagt fram til kynningar/umsagnar:

a. Tillögur Velferðarvaktarinnar um bættar aðstæður utangarðsfólks. Lagt fram til kynningar.

b. Frá nefndasviði Alþingis - 394. mál til umsagnar. Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir.

c. Frá nefndasviði Alþingis - 345. mál til umsagnar. Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir.

d. Efstihóll. Lagt fram til kynningar.

 

7. Næsti fundur 

Stefnt á næsta fund þriðjudaginn 8. maí. Það er jafnframt síðasti fundur nefndarinnar á þessu kjörtímabili.

 

Fundi slitið kl. 17:44

Fundargerð á  bls. 3