Velferðarnefnd 12.01.16

17. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Vinnufundur haldinn þriðjudaginn 12. janúar á Skaftfelli bistró klukkan 16:15.

Mætt á fundinn Svava Lárusdóttir formaður, Sigurveig Gísladóttir, Rúnar Gunnarsson, Arna Magnúsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð. Eygló Björg Jóhannsdóttir boðaði forföll.

Mætta vegna liðar 1 Jónína Brá Árnadóttir.

Dagskrá

1. Viðmið vegna notkunar félagasamtaka af líkamsrækt
Seyðisfjarðarkaupsstaðar.
Jónína Brá leggur drög að viðmiðum vegna notkunar félagasamtaka af líkamsrækt Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir nefndina. Drög fullunnin og verða lögð fyrir bæjarráð.
„Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að drög að viðmiðum vegna notkunar félagasamtaka af líkamsrækt Seyðisfjarðarkaupstaðar verði samþykkt.“

2. Jafnréttismál – jafnréttisáætlun.
Farið yfir athugasemdir frá Jafnréttisstofu varðandi jafnréttisáætlun 2015-2019. Samþykkt ný drög.

„Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að jafnréttisáætlun 2015-2019 verði samþykkt.“

3. Styrkumsókn. Kynnt

4. Til umsagnar 407. mál frá nefndasviði Alþingis. Kynnt. Engar athugasemdir.

5. Til umsagnar 399. mál frá nefndasviði Alþingis. Kynnt. Engar athugasemdir.

6. Til umsagnar 435. mál frá nefndasviði Alþingis. Kynnt. Engar athugasemdir.

7. Næsti fundur þriðjudaginn 16. febrúar 2016.

Fundi slitið kl. 18.15.