Velferðarnefnd 13.02.18

37. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 13. febrúar á bæjarskrifstofu klukkan 16.30.

Mætt; Svava Lárusdóttir formaður, Sigurveig Gísladóttir varaformaður, Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir, Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð.

Mætt vegna liðar 1; Dagný Erla Ómarsdóttir og Jónína Brá Árnadóttir. Guðrún Kjartansdóttir boðaði forföll.

Mætt vegna liðar 2; Dagný Ómarsdóttir.

Leitað afbrigða að bæta inn lið um sumarnámskeið og einnig opnunartíma íþróttamiðstöðvar sumarið 2018.

Fundarefni :

1. Sundhöll Seyðisfjarðar – mögulegt samstarf við tjaldsvæði

Hugmyndir varðandi samstarf tjaldsvæðis og sundhallar kynntar. Samkvæmt upplýsingum frá atvinnu- og menningarfulltrúa annar sturtuaðstaðan í þjónustuhúsinu við tjaldsvæðið ekki þeim fjölda ferðamanna sem gista þar yfir sumartímann.

„Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að leitað verði leiða til að koma á samstarfi milli tjaldsvæðis, sundhallar og mögulega íþróttamiðstöðvar. Það verði útfært í samráði við forstöðumenn viðkomandi stofnana.“

 

2. Opnunartími Íþróttamiðstöðvar

Umræða um opnunartíma íþróttamiðstöðvar sumar 2018. Lagt upp með að sumarfrí starfsmanna liggi fyrir á næsta fundi velferðarnefndar.

 

3. Sparkvöllur

Formaður upplýsir nefndina um stöðu mála eftir samtal við bæjarstjóra. Borin eru upp drög að umgengnisreglum fyrir sparkvöll. Velferðarnefnd samþykkir drögin.

„Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja drög að umgengnisreglum fyrir sparkvöll.“

 

4. Sumarnámskeið

Íþróttafulltrúi tekur að sér að vinna áfram að málinu. Lagt upp með að drög að auglýsingu fyrir sumarnámskeið verði tilbúin fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

5. Ungmennaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar

Íþróttafulltrúi segir frá endurvöktu ungmennaráði.

„Velferðarnefnd fagnar því að ungmennaráð sé endurvakið.“

 

6. Forvarnir

Forvarnarfulltrúi upplýsir nefndina um samstarfsverkefni að frumkvæði foreldrafélags grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla við Síldarvinnslunna, Smyril line og Norrænu ferðaskrifstofuna sem haldið verður fimmtudaginn 15. febrúar í gamla skóla. Verkefnið heitir Efldu barnið þitt – sjálfstyrkingarnámskeið fyrir nemendur í 3.-10.bekk Seyðisfjarðarskóla.

 

7. Húsnæði eldri borgarar, Múlavegur 18-40

Formaður upplýsir nefndina um aðgengismál við íbúðir eldri borgara. Þjónustufulltrúi upplýsir um stöðu mála er varða endurbætur á loftræstikerfi á sama húsi.

 

8. Heilsueflandi samfélag

Þjónustufulltrúi leggur fram dagskrá fyrir árið 2018 og segir frá helstu áherslum sem stýrihópurinn ákvað fyrir árið. Kynnt er Facebook síða verkefnisins. Einnig er sagt frá fyrirhuguðu námskeiði fyrir verkefnastjóra sem haldið verður í Rvk. í mars.

„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með viðburðadagatal heilsueflandi samfélags og hvetur bæjarbúa, fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt.“

 

9. Erindi sem hafa borist:

a. Frá stjórn UÍA til upplýsingar vegna #metoo/#jöfnumleikinn

Nýlega birtust frásagnir kvenna innan íslensku íþróttahreyfingarinnar af kynferðislegu ofbeldi. Frásagnirnar birtast undir yfirskriftinni #jöfnumleikinn og eru hluti af hinni alþjóðlegu #MeToo bylgju. Í tengslum við þessa umræðu hefur verið hvatt til þess að íþróttafélög setji sér siðareglur, hegðunarviðmið og komi upp áætlunum til að bregðast við og koma í veg fyrir hvers kyns ofbeldi innan sinna raða. Menntamálaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að skila af sér í mars og er von á tillögum að reglum, áætlunum og stefnum sem íþróttafélög geta tekið upp.

„Velferðarnefnd tekur undir með stjórn UÍA um að þörf sé á slíkum reglum innan íþróttahreyfingarinnar í ljósi frásagnanna. Velferðarnefnd hvetur íþróttafélagið Huginn til að kynna sér niðurstöður starfshópsins þegar þær liggja fyrir og bregðast við í samræmi við þær.“

 

b. Í skugga valdsins – samþykkt  stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.11.17

Velferðarnefnd tekur undir með stjórn sambandsins um mikilvægi þess að sveitarstjórnir taki þátt í umræðu um kynferðisofbeldi og áreitni og hvernig koma megi í veg fyrir slík athæfi. Seyðisfjarðarkaupstaður hefur mótað sér viðbragðsáætlun vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni á vinnustöðum auk þess sem starfsmannastefna kaupstaðarins hefur nýlega verið yfirfarin.

„Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að forstöðmenn Seyðisfjarðarkaupstaðar verði hvattir til að kynna stefnur kaupstaðarins í þessum málum vel fyrir starfsfólki“.  

 

10. Lagt fram til kynningar/umsagnar:

a. umsögn sambandsins um fyrirliggjandi frumvörp sem varða félagsþjónustu sveitarfélaga. Lögð fram til kynningar.

b. Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna – opið fyrir umsóknir til 16. febrúar. Lagt fram til kynningar. Click to teach Gmail this conversation is important.

 

11. Næsti fundur 

Næsti fundur áætlaður 13. mars kl. 16.30.

 

Fundi slitið kl. 18.12.