Velferðarnefnd 13.03.18

38. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 13. mars í stofu 5 í gamla skóla. Fundurinn hófst klukkan 16.30.

Mætt : Svava Lárusdóttir formaður, Sigurveig Gísladóttir varaformaður, Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir, Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð.

Mætt vegna liðar 1 kl. 16:30 : Dagný Ómarsdóttir. Jónína Brá Árnadóttir og Kristín Klemensdóttir komust ekki. 

Mætt vegna liðar 2 kl. 16:45 :Dagný Ómarsdóttir og Guðrún Kjartansdóttir. Jónína Brá Árnadóttir komst ekki.

Mætt vegna liðar 3 kl. 17:00 : Dagný Ómarsdóttir.

 

Fundarefni :

1. Opnunartímar íþróttamiðstöðvar sumarið 2018

Umræður um opnunartíma íþróttamiðstöðvar og sumarfrí starfsmanna.

 

„Velferðarnefnd mælist til þess að opnunartími íþróttamiðstöðvar verði einungis skertur á meðan á sumarleyfi starfsmanna stendur.“

 

2. Opnunartímar sundhallar sumarið 2018

Umræður um opnunartíma sundhallar og starfsfólk fyrir sumarið. Forstöðumaður gerir ráð fyrir sama opnunartíma og undanfarin sumur. Búið er að auglýsa sumarstörf.

 

„Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir.“

 

3. Sumarnámskeið 2018

Umræður um sumarnámskeið 2018. Íþróttafulltrúi hefur útbúið drög að auglýsingu, sem mun birtast á næstunni.

 

„ Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni og vonar að verkefnið gangi vel.“

 

4. Jafnréttisstefna og siðareglur íþróttafélagsins Hugins                       

Lagt fram til kynningar.

 

„Velferðarnefnd þakkar innsent erindi og fagnar því að íþróttafélagið sé búið að setja sér stefnu í þessum málum.“

 

5. Heilsueflandi samfélag

Þjónustufulltrúi upplýsir um fyrirhugaða vinnuferð til Reykjavíkur í byrjun næstu viku. Námskeiðið er á vegum Landlæknisembættisins, með fulltrúum heilsueflandi samfélags um allt land.

 

6. Lagt fram til kynningar/umsagnar:

a. Fundargerð ungmennaráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

b. Frá nefndasviði Alþingis - 34. mál

c. Frá nefndasviði Alþingis - 42. mál 

d. Frá nefndasviði Alþingis - 90. mál

e. Frá nefndasviði Alþingis - 128. mál

f. Frá nefndasviði Alþingis - 133. mál 

g. Frá nefndasviði Alþingis - 178. mál

 

Erindin kynnt. Umræður, engar athugasemdir gerðar.

 

7. Næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 10. apríl kl. 16.30.

 

Fundi slitið kl. 17.25

Fundargerð á 3 bls.