Velferðarnefnd 15.11.16

26. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 15. nóvember 2016 í fundarsal Bæjarskrifstofunnar að Hafnargötu klukkan 16.15.

Mætt Sigurveig Gísladóttir varaformaður, Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir, Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir í fjarveru Örnu Magnúsdóttur og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð.

Að auki boðaðir til fundar vegna liðar 1. kl.16:15: Jónína Brá Árnadóttir og aðalstjórn Hugins: Halla Dröfn Þorsteinsdóttir, Ingvi Örn Þorsteinsson og Ragnhildur Billa Árnadóttir. Jónína Brá Árnadóttir boðaði forföll.

Varaformaður óskar eftir afbrigðum að bæta inn lið 6 um hjólabrettasvæði. Einnig var óskað eftir afbrigði að bæjarstjóri mætti undir lið 2 og 3. Afbrigðin samþykkt.

Fundarefni :

 

1. Íþróttafélagið Huginn.

1.1. Samningur.

Aðalstjórn Hugins mætt á fund. Umræður um samstarfssamning kaupstaðarins við íþróttafélagið Huginn.

Varaformaður tekur að sér að koma niðurstöðum umræðna í ferli hjá atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa.

1.2. Almennar umræður um málefni íþróttafélagsins Hugins.

 

2. Húsnæðismál

Umræður um ný lög varðandi byggingar og „Leiguheimili“ á vegum Íbúðalánasjóðs.

Velferðarnefnd hvetur áhugasama að kynna sér málið á vefsíðu Íbúðalánasjóðs.

 

3. Hjólabrettasvæði

Óskað var eftir kostnaðaráætlun vegna flotunar á efri hluta skólagrunns. Umræður. Varaformaður tekur að sér að senda bæjarstjóra gögn um málið, sem hann mun fylgja eftir við byggingarfulltrúa.

 

4. Jafnréttismál

Umræður.

 

5. Forvarnarmál

Umræður.

 

6. Heilsueflandi samfélag

Þjónustufulltrúi segir frá ferlinu. Umsókn er komin til landlæknis, með ósk um að verkefnið verið undirritað 12. janúar 2017. Unnið er að undirbúningi

innleiðingarferilsins.

 

7. Næsti fundur 17. janúar 2017.

 

Fundi slitið kl. 18:50.