Velferðarnefnd 16.01.18

36. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 16. janúar í fundarsal íþróttamiðstöðvarklukkan 16.30.

Mætt á fundinn Svava Lárusdóttir formaður, Sigurveig Gísladóttir varaformaður, Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir, Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð. 

Anna Guðbjörg boðin velkomin í nefndina, í stað Örnu Magnúsdóttur.

 

Fundarefni :

1. Sparkvöllur – erindi frá foreldrafélagi Seyðisfjarðarskóla

Tekið fyrir erindi frá stjórn foreldrafélags Seyðisfjarðarskóla varðandi viðhald sparkvallar. Velferðarnefnd þakkar stjórn foreldrafélagsins áhugann og tekur heilshugar undir áhyggjur þeirra.

Velferðarnefnd  ítrekar bókun sína frá 17. október 2017:

„Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að gert verði ráð fyrir fjármagni í nauðsynlegar endurbætur og viðhald á sparkvelli í fjárhagsáætlun fyrir 2018.“ 

„Velferðarnefnd óskar eftir svörum frá bæjarráði, um hvenær viðhald á sparkvelli er áætlað.“

 

2. Húsnæði eldri borgara

Þjónustufulltrúi upplýsir um stöðu mála á framkvæmdum við Múlaveg 34-40, skv. samtali við bæjarverkstjóra þann 16. janúar 2018. 

„Velferðarnefnd óskar eftir svari frá bæjarráði við því hvort aðgengi við íbúðir eldri borgara, að Múlavegi 18-40, verði bætt samhliða framkvæmdum við Múlaveg 34-40.“

 

Sigurveig Gísladóttir leggur fram eftirfarandi bókun vegna liða 1 og 2 í fundargerð:

Á þeim næstum 8 árum sem ég hef setið í nefndum hjá Seyðisfjarðarkaupsstaðar hefur stanslaust verið umræða um verkefni og viðhaldsþörf á eigum bæjarins. Fullkomlega eðlileg umræða en það hefur alltaf verið mér óljóst og erfitt finnst mér að fá upplýsingar um heildar-verkefnalista hjá sveitarfélaginu eða upplýsingar um forgangsröðun þeirra verkefna sem liggja fyrir.

Í setu minni í velferðarnefnd hafa komið upp umræður um verkefna-og viðhaldsþörf sem jafnvel getur haft áhrif á heilsu, öryggi og velferð íbúa sveitarfélagsins og út frá því finnst mér brýnt að vekja athygli á að nefndarmönnum þarf að vera ljós einhver forgangsröðun verkefna frá ári til árs.

Undirrituð telur mikilvægt að bæjarráð finni strax leið til að koma upp slíkum verkefnalista/viðhaldsáætlun fyrir eignir sveitarfélagsins. Í fylgiskjali með þessari fundargerð læt ég fylgja með nánari hugmyndir að slíkum forgangslista.

Sigurveig Gísladóttir, 16.janúar 2017.”

 

3. Ungmennaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar

Umræður um ungmennaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar. Formaður tekur að sér að fylgja umræðum eftir.

 

4. Forvarnir

Forvarnarfulltrúi upplýsir nefndina um stöðu verkefna og verkefni sem eru á döfinni.

 

5. Lagt fram til kynningar/umsagnar:

a. frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál. Lagt fram til kynningar.

b. frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál. Lagt fram til kynningar.

c. Í skugga valdsins – samþykkt  stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.11.17. Frestað til næsta fundar.

 

6. Næsti fundur 

Áætlaður fundur þriðjudaginn 13. febrúar kl. 16.15

 

Fundi slitið kl. 17.27.